Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 39
41 hafa gefið mesta heildaruppskeru og er þó munurinn mestur árið 1942, en þá spratt þessi tegund miklu betur en allar aðrar tegundir, sem reyndar voru. Nothæf upp- skera af nr. 25 er miklu meiri en af óvöldum, en nokkru minni heldur en af Up to date og Gulum, en þurefnis- uppskeran fer langt fram úr Up to date og stendur þeim gulu jafnfætis. Þetta sýnir, að rauðu kartöflurnar eru langsamlega þurefnisríkastar af þessum tegundum. Þegar svo hér við bætist, að rauðu kartöflurnar eru miklu betri matarkartöflur en Up to date og hraustari og útlitsfallegri en þær gulu, þá verður ekki annað sagt en þær séu full- komlega samkeppnisfærar við þessar tegundir. Eins og uppskerutölurnar sýna, hefur veðurfarið verið mjög misjafnt þessi ár, sem tilraunirnar hafa staðið yfir. Árið 1939 og 1941 eru bæði ágæt kartöfluár, en 1940 og 1942 miklu síðri. Ekki virðist þetta þó hafa nein veruleg áhrif á samanburðinn, því hlutfallið milli úrvals- og óval- inna kartaflna helst mjög líkt. Ef til vill mætti þó segja, að úrvalið standi sig tiltölulega best í slæmu árunum. ÁLYKTANIR OG NIÐURLAG. Tilraun sú, með að velja úr rauðum íslenzkum kartöfl- um, em skýrt hefur verið frá hér að framan, hefur borið eftirfarandi árangur: 1. Tilraunin hefur sýnt, að Ijósrauðu kartöflurnar eru ekki hrein tegund, heldur blanda af nokkrum mjög lík- um stofnum (Klonum), sem unt er að aðskilja með ein- staklingsúrvali. 2. Úrualstegundin nr. 25 hefur reynst óvöldu kartöfl- unum miklu fremri. Gefur 15—18% meiri uppskeru, 22 —28% meiri nothœfa uppskeru og um 15% meiri pur- efnisuppskeru. Meðalþyngd kartaflanna um % meiri og smælkið I/3 minna.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.