Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 42
44 3. Úrvalstegundin nr. 25 stendur fullkomlega jafnfcetis öðrum seinvöxnum kartöflutegundum, sem rcektaðar hafa verið í tilraunastöðinni, einkum hvað þurefnisuppskeru áhrœrir. 4. Úrvalið hefur engin áhrif haft á útlitið, nema hvað úrvalstegundin er jafnari, þegar upp er tekið og grasið á henni jafnara og meira heldur en á óvöldu kartöflunum. Innri eiginleikar, svo sem hragðgceði, þurefnisproc., mót- staða gegn stöngulsýki o. fl., hafa engum breytingum tekið. Engin ástæða er til að halda, að árangurinn af úrvalinu verði skammvinnur, svo framarlega sem blöndun á teg- unum á sér ekki stað. Á því er þó alltaf nokkur hætta meðan óvalda tegundin er ræktuð á sama stað og úrvalið og ekki þarf nema ein kartafla af þeim óvöldu að slæðast saman við úrvalið, til þess að árangurinn af því hverfi á nokkrum árum. Til þess að fyrirbyggja þetta, hefur verið reynt að rækta þann hluta úrvalstegundanna, sem útsæði hefur verið tekið úr,sem best aðgreindan frá óvöldu kart- öflunum og þær ekki ræktaðar þar, sem aðrar rauðar kartöflur voru ræktaðar næsta ár á undan. Verður svo framtíðin að skera úr því, hvort tekizt hefur að halda úrvalinu fullkomlega einangruðu, eða hvort nýtt úrval kann að verða nauðsynlegt, er fram líða stundir. Ólaf ur Jónsson,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.