Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Page 45
47 hlutföllum má breyta, eftir því hve laus jarðvegurinn er, þannig að brýr í lausum jarðvegi hvíli á breiðari grunni og hafi meiri fláa, en í þéttum jarðvegi, eins og áður er getið. Þegar nýtt land er tekið til ræktunar, er í flestum til- fellum hagkvæmast að gera strax ráð fyrir hvar brýrnar skuli vera, og stinga efni í þær úr skurðunum, þegar þeir eru gerðir, eða jafnvel að fullgera þær samtímis. Þetta á þó einkum við, ef efnið úr efstu stungu skurðanna er nægilega gott til brúargerðar. Þegar erlent eíni, bæði timbur og senrent, er svo dýrt sem nú er, og stundum ófáanlegt, þá er full ástæða til að nota innlent efni, þar sem því verður við komið, ekki síst þar sem það getur komið að jafngóðum notum, eða jafnvel betri. Vel gerðar jarðbrýr geta orðið að mun end- ingarbetri en trébrýr, og að öllurn jafnaði ódýrari. Guðnrundur Jónsson kennari áætlar 3 dagsverk til að gera slíka brú. Samkvæmt athugunum á því hjá Rf. Nl., nægja til þess 2 dagsverk, ef skilyrði eru góð. Reynsla okkar hér er því hin sanra og á Hvanneyri, að jarðbrýrn- ar séu alt í senn, ódýrar, traustar og endingargóðar. Þó segja megi, að brúargerðin sé ekki mikilsverður þáttur í umbótastarfsemi bóndans, og litlu skifti hvernig lrún er framkvæmd, þá er því til að svara, að hag búsins er þannig best borgið, að hans sé gætt í smáu sem stóru. Armann Dalmannsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.