Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1941, Qupperneq 61
63 ið hægt að fá eitthvað af nothæfum hesjustaurum úr Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og e. t. v. víðar. Kostnaðarsamanburð á því að þurka á hesjum, og í flekkjum, er ekki auðvelt að gera. Vinna við að hesja 10 hesta af heyi, hefir mér reynst verða um 3 dagsverk, er þá miðað við það, að grasið sé slegið rennblautt og verk- ið lramkvæmt í þurklausu veðri. Til þess að þurka sama heymagn á venjul. hátt, í flekkjum, fer misjafnlega mikil vinna, eftir því hvernig tíðarfarið er. Þegar best gengur, mfá komast af nreð 3 samfelda þurkdaga á samskonar má komast af með 2—3 snúninga á dag til þess, eða 12—18 vinnustundir. Til þess að raka saman flekknum og setja hann í bólstra áætla eg minst 4 vinnustundir. Það lætur því nærri, að í besta tilfelli megi komast af með 2 dags- verk til að þurka heyið í flekk. Til þess að taka flekkinn upp í föng eða sæti og breiða aftur, áætla eg 6 vinnust. Þurfi að gera það tvívegis, áður en heyið er fullþurt, fara þá alls rúm 3 dagsv. til að þurka heyið að fullu. Sé tíð mjög óhagstæð krefst flekkþurkunin enn fleiri vinnu- stunda. Þá hrekst heyið einnig miklu meira, en á hesjun- um og verður lakara fóður. Af því sem hér hefir verið sagt, má draga þá ályktun, að ekki svari kostnaði að þurka á hesjum, nema í óþurka- tíð. Þó er þess að gæta, að samkvæmt þessari áætlun, eru þær vinnustundir, sem fara til þess að hesja, mun verð- minni, en hinar, vegna þess, að votviðrisdaga notast vinnuaflið ver en þurkdaga. Þess vegna er sjálfsagt að nota þá daga til að hesja, sem á annan hátt myndu koma að litlum notum við heyskapinn. Það hey, sem helst kemur tif greina að þurka á hesjum, er hafrar, ýmsar belgjurtir og stórgerð nýræktartaða, einkum rauðsmára- taða. Blöð rauðsmárans og fleiri belgjurta molna svo við þurkinn, að þau þola illa þá meðferð, sem heyið fær í flekkjunum. Slíkar fóðurjurtir er réttmætt að þurka á hesjum, hvernig sem viðrar. Komið getur til greina að

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.