Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 1
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum:
Ólafur Jónsson
Með þessu starfsári Ræktunarfélags Norðurlands hverfur
Ólafur Jónsson úr stjórn félagsins og lætur af föstum störf-
um í þágu þess, eftir meira en 40 ára starf. Elann var ráð-
inn framkvæmdastjóri þess 1924 þá nýkominn frá prófborði
við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Raunar var
hann ráðinn áður en prófi lauk eftir eindregnum meðmæl-
um kennara hans frá Hvanneyri. Má segja að slíkt var fé-
laginu mikill happafengur, því að hæfir menn í það starf
voru þá vandfengnir. Enda þótt Ólafur ætti glæsilegan náms-
feril að baki og nyti hins fyllsta trausts þeirra, er bezt þekktu
hann, mun þó fáa hafa grunað, að þessi ungi landbúnaðar-
kandidat yrði innan fárra ára landskunnur maður og einn
helzti frömuður í ræktunar- og tilraunastarfi landsmanna.
F.n að auki nrikilvirkur vísindamaður og rithöfundur í hjá-
verkum frá aðalstarfinu.
Þegar Ólafur jónsson tók við störfum í Ræktunarfélag-
inu átti það í margvíslegum örðugleikum. Fjárhagur þess
var í kaldakoli, tilraunastarfseminni hafði hnignað veru-
lega, meðal annars vegna fjárskorts, og tekið var að brydda
á upplausn innan félagsheildarinnar. Þá var dýrtíð í landi,
sem lamaði mjiig allar framkvæmdir.
Það varð lilutverk Ólafs að koma starfsemi félagsins aftur
á réttan kjöl, og það tókst von bráðar.
Upplausn sú, er ég gat áður, stafaði af því, að búnaðar-
félögunum, sem voru innan Ræktunarfélagsins, þótti það
ekki gegna hlutverki sínu, sem búnaðarsamband eins og
skyldi. En þá um alllangt skeið hafði Ræktunarfélagið ver-
ið búnaðarsamband fvrir allan Norðlendingafjórðung. Urðu
raddir þessar einkum háværar eftir 1923, þegar jarðræktar-
lögin gengu í gildi. Er ekki að orðlengja það, að á næstu ár-