Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 1

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 1
STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: Ólafur Jónsson Með þessu starfsári Ræktunarfélags Norðurlands hverfur Ólafur Jónsson úr stjórn félagsins og lætur af föstum störf- um í þágu þess, eftir meira en 40 ára starf. Elann var ráð- inn framkvæmdastjóri þess 1924 þá nýkominn frá prófborði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Raunar var hann ráðinn áður en prófi lauk eftir eindregnum meðmæl- um kennara hans frá Hvanneyri. Má segja að slíkt var fé- laginu mikill happafengur, því að hæfir menn í það starf voru þá vandfengnir. Enda þótt Ólafur ætti glæsilegan náms- feril að baki og nyti hins fyllsta trausts þeirra, er bezt þekktu hann, mun þó fáa hafa grunað, að þessi ungi landbúnaðar- kandidat yrði innan fárra ára landskunnur maður og einn helzti frömuður í ræktunar- og tilraunastarfi landsmanna. F.n að auki nrikilvirkur vísindamaður og rithöfundur í hjá- verkum frá aðalstarfinu. Þegar Ólafur jónsson tók við störfum í Ræktunarfélag- inu átti það í margvíslegum örðugleikum. Fjárhagur þess var í kaldakoli, tilraunastarfseminni hafði hnignað veru- lega, meðal annars vegna fjárskorts, og tekið var að brydda á upplausn innan félagsheildarinnar. Þá var dýrtíð í landi, sem lamaði mjiig allar framkvæmdir. Það varð lilutverk Ólafs að koma starfsemi félagsins aftur á réttan kjöl, og það tókst von bráðar. Upplausn sú, er ég gat áður, stafaði af því, að búnaðar- félögunum, sem voru innan Ræktunarfélagsins, þótti það ekki gegna hlutverki sínu, sem búnaðarsamband eins og skyldi. En þá um alllangt skeið hafði Ræktunarfélagið ver- ið búnaðarsamband fvrir allan Norðlendingafjórðung. Urðu raddir þessar einkum háværar eftir 1923, þegar jarðræktar- lögin gengu í gildi. Er ekki að orðlengja það, að á næstu ár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.