Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Side 4
6
var hann gjaldkeri þess og ritstjóri áfram og annaðist flest
framkvæmdastörf. Hann átti því manna drýgstan þátt í und-
irbúningi Rannsóknarstofu Norðurlands, þegar Ræktunar-
félagið tók sér fyrir hendur að vinna að framgangi þess máis.
En þegar hún var komin á fastan fót baðst hann eindregið
undan endurkosningu í stjórn félagsins, og féllst aðalfund-
ur þess á það, þótt menn almennt hefðu óskað, að hann sæti
enn um hríð í stjórn félagsins. En þótt Ólafur hafi þannig
horfið frá föstum störfum fyrir Ræktunarfélagið, er það von
okkar, sem að því stöndum, að félagið og Ársritið megi enn
um skeið njóta góðs af starfskröftum hans.
Eins og þegar hefur verið fram tekið, liefur Ólafur verið
aðalstarfskraftur félagsins í meira en 40 ár. Það lætur því
að iíkum, að hann hefur mótað störf þess og stefnu öllum
mönnum fremur, og það sem félagið hefur vel unnið á liðn-
um áratugum er meira honum að þakka en nokkrum ein-
um manni öðrum. Hróður félagsins hefur verið hróður hans.
Þetta liafa félagsmenn skilið og eru honum þakklátir fyrir.
Eg hefi hér einungis dvalizt við störf Ólafs Jónssonar fyrir
Ræktunarfélag Norðurlands. En ekki verður svo við þau
skilizt, að þess sé ekki minnst, að samtímis annasömu til-
raunastarfi, búrekstri og leiðbeiningastarfsemi hefur hon-
um unnizt tími til að vinna þrekvirki í rannsóknum á nátt-
úru landsins, eins og hin miklu ritverk hans Ódáðahraun og
Skriðujöll og snjóflóð bera ljósast vitni um. En hvort ritið
um sig er óbrotgjarn minnisvarði um mikil afköst, eljusemi
og vísindalega nákvæmni í störfum.
EJm leið og Olafur Jónsson lætur af störfum fyrir Rækt-
unarfélagið hafa orðið tímamót í sögu þess og starfssviði.
Gerði ég þess grein í Ársritinu í fyrra. Nýir tímar krefjast
nýrra verkefna og nýir starfskraftar leysa hina gömlu af
hólmi. En þótt margt breytist, munu störf Ólafs Jónssonar
fyrir Ræktunarfélagið og íslenzk búvísindi vart gleymast.
Fyrir þau störf færi ég honum þakkir félagsins, um leið
og ég þakka honum ánægjulegt samstarf og samskipti frá
okkar fyrstu kynnum.