Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 11
13
elztu túnunum — eldri en 25 ára — er ögn ríkara á fosfór
en yngri túnin og verður það að skrifast á reikning ræktun-
ar og þess forða af fosfór, sem safnast heíur saman í göml-
um túnum við aldaraða notkun af búfjáráburði.
b) Fosfórmagn í heysýnum af túnum sem fengið hafa mis-
mikið magn af tilbúnum fosfórdburði.
í töflu 2 er sýnt magn af fosfór í heyi af túnum, sem borið
hafði verið á mismikið magn af tilbúnum fosfóráburði.
Þarna kemur í ljós að fosfórmagnið er það sama við alla
TAFLA 2. Áhrif fosfóráburðar á fosfórmagn í heyi.
Áborið fosfórmagn: Þrífosfat kg/ha Fosfórmagn í heyi % Fjöldi sýna
0 0.27 17
1-99 0.32 38
100-149 0.32 122
150-199 0.31 69
Meira en 200 0.32 28
áburðarskammta burtséð frá sýnum, sem tekin voru af tún-
um, sem engan fosfórðburð höfðu fengið. Niðurstöður þess-
ar eru ekki í samræmi við það, sem fundizt hefur í tilraun-
um með vaxandi skammta af fosfóráburði, þar sem fosfór-
magn í heyi eykst nreð auknum áburði. Umræddar niður-
stöður er þó varla lrægt að bera beint saman við tilrauna-
niðurstöður þar sem heysýnunum var safnað víða að af öllu
Norðurlandi, af fjölda mjög mismunandi túna, en í tilraun-
um með fosfórskammta eru allir hinir mismunandi fosfór-
skammtar á sama landi. Reikna má með því, að hjá bænd-
um sé mestur fosfóráburður borinn á land, sem er snautt
af fosfór og á nokkurn hluta landsins hafi verið borinn bú-
fjáráburður og þar af leiðandi minni tilbúinn fosfóráburð-