Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 16
18
allmikill munur er á hinum ýmsu hreppum. Sýrustig er
lægra eftir því sem norðar dregur og nær sjó, lægst í Holts-
hreppi í Fljótum, næst og með svipað sýrustig eru Skarðs-
hreppur í Skagafirði og Ljósavatnshreppur í S.-Þing. —
Nokkru hærri eru síðan Bárðardalur, Glæsibæjarhreppur í
Eyjafirði og Akrahreppur í Skagafirði. Það sem veldur þess-
um landfræðilega mismun á sýrustigi er sennilega meiri úr-
koma og kaldara loftslag eftir því sem norðar dregur.
Mismunur á sýrustigi úr mismunandi jarðvegi er, eftir
því sem sjá má í töflu 5, víðast hvar mjög greinilegur. Móa-
jarðvegur (valllendi) og sandur hafa yfirleitt mun hærra
sýrustig en mýrin. Undantekningar eru þó Fljótin og Bárð-
ardalur þar sem valllendið er með svipað sýrustig og mýrin.
Augljóst er þó af þessum niðurstöðum að taka verður tillit
til jarðvegstegundar þegar rætt eða ritað er um sýrustig.
TAFLA 6. Sambandið á milli kalímagns í jarðvegi og jarð-
vegstegunda í nokkrum hreppum í Norðlendingafjórðungi.
Hreppur og sýsla mg K/100 g jörð
Mýri Valllendi Sandur
Bárðdælahreppur, S.-Þingeyjarsýslu 85 84 90
Glæsibæjarhreppur, Eyjafjarðarsýslu 84 56 -
Akrahrcppur, Skagafjarðarsvslu 82 89 —
Ashreppur, A.-Htinavatnssýslu 95 88 190
N.-Þingevjarsýsla 76 58 70
Ljósavatnshreppur, S.-Þing 89 82 76
Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu 91 74 101
Holtshreppttr, Skagafjarðarsýslu 166 80 53
b) Kalimagn í íslenzkum jarðvegi.
í töflu 6 er sýnt kalímagn í jarðvegi úr nokkrum norð-
lenzkum túnum. Það eru einkum þrjú atriði, sem benda má
á í sambandi við þessar niðurstöður. í fyrsta lagi þá er kalí-
magnið yfirleitt mjög hátt í túnum á Norðurlandi, nokkru