Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 19
21
með um 40% glæðitap og rúmþyngd 0.4 g/cm3. Mýrarjarð-
vegur um allt Faxaflóaundirlendið er að öllum líkindum
af svipaðri eða sömu gerð og Hvanneyrarmýrarnar.
Athygli skal vakin á því, að tölur fyrir fosfór í áburði og
uppskeru og kalí í áburði tákna hrein efni, P og K, en ekki
sýringa efnanna, P205 og K20 eins og áður hefur tíðkazt.
A. Niðurfelling fosfórsáburðar í nýrækt.
A. Methods of phosphorus application at establishment of a perma-
nent grass field.
Tilraun nr. 21—55.
Tilraunin var skipulögð þannig:
a. Enginn fosfóráburður.
b. 30.6 kg/ha P, árlega 1955—’59.
c. 153.0 kg/ha P, borið á 1955.
d. 153.0 kg/ha P, borið á 1955 og
30.6 kg/ha P, árlega 1955—’59.
e. 306.0 kg/ha P, borið á 1955.
Byrjað var á tilrauninni 1955 og henni lokið 1959. Grunn-
áburður var 100 kg/ha N og 83 kg/ha K. Tilraunin var
kvaðrattilraun með 5 samreitum. Stærð reita var 7.07x7-07
= 50 m2. Uppskerureitir voru 5.00x5.00 = 25 m2.
Tilraunin var gerð á mýri, sem ræst var fram 1953. Land-
ið var unnið með jarðtætara árið 1955 og fosfóráburðurinn
tættur niður fyrsta árið, en síðan borinn ofan á í lið b og d.
Grasfræi var sáð í flagið 21. júní sama ár. Árið 1957 reynd-
ist sýrustig jarðvegsins vera pH 5.3.
Uppskeran í a-lið var nær eingöngu af einum samreit liðs-
ins og gróðurinn á þessum reit var mest elfting og língresi
I upphafi tilraunarinnar, árið 1955, var grasfræi sáð í a-reiti
eins og aðra reiti tilraunarinnar, grasfræið spíraði og kom
upp, en grasið visnaði fljótlega og dó út. Árin 1958 og 1959