Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 22
24
sé tvöfaldað úr 153 kg/ha P upp í 306 kg/ha P, hvort sem
borið er á í einu lagi eins og í tilraunalið e eða áburðin-
um skipt eins og í tilraunalið d.
Uppskera fyrri og seinni sláttar hvert einstakt ár er sýnd
á mynd 1. Þrjú síðustu árin er uppskeran í fyrri slætti meiri,
þar sem áburðinum var skipt, heldur en þar sem borið var
á í einu lagi til fimm ára. Þetta kemur fram við samanburð
á b- og c-lið og einnig við samanburð á d- og e-lið. Áburðar-
fosfór, sem borinn er á árlega, er auðnýttari fyrir plönturn-
ar að vorinu, heldur en fosfóráburður, sem borinn var á
fyrir tveimur árum eða lengri tíma.
Fosfórmagn uppskerunnar í % af þurrefni, er einnig sýnt
á mynd 1. Þegar fosfóráburður er tættur niður í jarðveg-
TAFLA 2. Nýting áborins fosfórs. Tilraun nr. 21—55.
Table 2. The uptake and application of phosphorus in exp. no. 21-55.
b. c. d. e.
Fosfóráburður Phosphorus Fertilizer kg/ha P1955 30.6 153.0 153.0 306.0
Árlega 1955-1959 Yearly 1955-1959 Alls kg/ha P — x Total kgfhaP — x 30.6 153.0 153.0 30.6 306.0 306.0
Upptekinn fosfór Phosþhorusuptake kg/ha P — v 43.4 26.9 46.9 38.0
Upptekið í % af ábornu y/x x 100 28.4 17.6 15.3 12.4
inn til margra ára, lækkar fosfórmagn uppskerunnar ár frá
ári eins og kemur fram í tilraunaliðum c og e á mynd 1.
Fosfórmagnið í % af þurrefni var yfirleitt mun lægra, í
þessum tilraunaliðum, heldur en þar sem árlega var borið