Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 23
á. Sérstaklega er þessi mismunur greinilegur síðustu tvö
árin.
Háin er mun fosfórsnauðari en uppskera fyrri sláttar.
Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður m. a. Óttar Geirs-
son (1963), Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson
(1964).
Nýting áborins fosfórs á öllu tilraunatímabilinu reynd-
ist langbezt, þar sem 30.6 kg/ha P voru borin á árlega eins
og sézt í töflu 2.
Við þessar aðstæður sem ríktu í þessari tilraun, hefur
jöfn árleg notkun fosfóráburðar reynzt bezt, gefið mesta
uppskeru að samanlögðu öllum tilraunaárunum og bezta
nýtingu áborins fosfórs. Árleg fosfórgjöf virðist nauðsynleg
til að tryggja jafnt fosfórmagn í uppskeru frá ári til árs.
í tilrauninni var notað þrífosfat, en hugsanlegt er að notk-
un torleystari fosfóráburðar leiddi til annarrar niðurstöðu.
Tilraun nr. 7—56.
Tilraunin var skipulögð þannig:
a. 174.8 kg/lia P yfirbreitt 1956 -þ 17.48 kg/ha P árlega.
b. 174.8 kg/ha P tætt niður 1956 -j- 17.48 kg/ha P árlega.
c. 349.6 kg/ha P yfirbreitt 1956.
d. 349.6 kg/ha P tætt niður 1956.
Gert var ráð fyrir, að tilraunin stæði í 10 ár, eða þangað
til allir liðir hefðu fengið jafn mikinn áburð. Þetta tókst
ekki, því að 1963 varð að leggja tilraunina niður vegna kals.
Þá höfðu tilraunaliðirnir fengið eftirtalið magn af fosfór.
a. 297.2 kg/ha P.
b. 297.2 kg/ha P.
c. 349.6 kg/ha P.
d. 349.6 kg/ha P.
Grunnáburður var 100 kg/ha N og 83 kg/ha K 1956—
1958, en 74.7 kg/ha K 1959-1962. Stærð reita var 12 X 4.5