Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 25
27
gras, virtust þola fosfórskortinn illa. Árið 1960 mátu tveir
menn hlutdeild hágrasanna í gróðrinum. Niðurstaðan var
þessi:
a. 34% vallarfox- og háliðagras.
b. 24% vallarfox- og háliðagras.
c. 37% vallarfox- og háliðagras.
d. 11% vallarfox- og háliðagras.
1962 var mjög lítið eftir af hágrösum á d-lið. Tilraunin
skemmdist af kali 1958 og síðan aftur vorið 1963. Þá voru
skemmdirnar taldar svo miklar, að tilrauninni var haett. Alls
var tilraunaskeiðið 7 ár. Eftir 7 ár var meðaluppskeran svip-
uð af öllum liðum, aðeins 2—3 hestum hærri af b-lið en af
öðrum liðum, tafla 3. Fyrsta ár tilraunarinnar var uppsker-
an meiri, þar sem fosfóráburðurinn var tættur niður. Næstu
1 2 3
Mynd 2, sem tekin var eftir Centralanstaltens Meddelande nr. 483, sýn-
ir hvernig rótarvöxtur korns er, [tegar enginn fosfór er borinn á (1),
fosfórinn borinn ofan við fræið (2) og neðan við fræið (3). Sézt af mynd-
inni að rótarvöxtur er háður því, hvernig fosfórinn er borinn á. Sé fos-
fórinn borinn efst í jarðlagið (2) myndast þar krónrætur (b) í stönglin-
um ofan við fræið. Sé fosfórinn hins vegar borinn á neðan við fræið
(3) vaxa fræræturnar (a) kröftuglega.