Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 51
53
15% P2Og). Reyndist þessi áburður sérdeilis vel hjá ýms-
um bændum í Suður-Þingeyjarsýslu og kom þetta bezt í
ljós á svæðum þar sem til samanburðar hafði verið borið á
kjarni, þrífosfat og kalí upp á gamla mátann. Þá um sumar-
ið gafst mér tækifæri til þess að sjá þessi fyrirbæri með eigin
augum og auk þess ýmis tún, sem ekki spruttu nokkra ögn
þrátt fyrir kafáburð að sögn bænda. Á nokkrum þessara
meðteknu túna voru gerðar athuganir með að strá gipsi og
brennisteinssúru kalí á bletti, bæði fram í Eyjafjarðardöl-
um (Villingadal) og austur í Þingeyjarsýslu. Þessar athug-
anir gáfu þá raun að blettirnir, sem brennisteinsáburðinn
fengu, urðu hvanngrænir þó landið væri grátt í kring, og
á einurn stað (Villingadal) þar sem uppskera var ákvörðuð
reyndist uppskeruauki allverulegur. Að þessum ábending-
um fengnum var ákveðið að efna til frekari rannsókna á
þessu vandamáli sumarið 1966.
b) Tilraunir með brennisteinsáburð sumarið 1966.
Skipulag og framkvœmd tilrauna.
Haustið 1965 var land valið til brennisteinstilrauna vor-
ið 1966. Voru það allt tún, sem illa höfðu sprottið síðustu
árin. Staðirnir voru þessir: Baldursheimur í Mývatnssveit
5—6 ára túnblettur. Jarðvegur er þarna áfok í hrauni. Spratt
mjög vel fyrst eftir að landinu var bylt en hrakaði síðan ár
frá ári þar til sumarið 1965 að það var varla ljáberandi —
þó hefur landið ekki verið kalið. Annar staður var valinn í
Fellshlíð í Reykjadal í S.-Þing.; 6—7 ára tún uppi í heið-
inni. Tún þetta spratt prýðilega fyrstu árin en hrakaði
stöðugt og áætlaði bóndi, að ekki hefði fengist meira en 10
— 15 hestar af hektara sumarið 1965. Þriðji tilraunablettur-
inn var valinn í Villingadal í Eyjafirði á nokkurra ára gömlu
túni. Jarðvegur er þarna sennilega sambland af áfokiogfram-
burði úr fjalli. Land þetta hafði sprottið mjög vel sem ann-
að af túni Jóns bónda í Villingadal, en á síðustu árum hef-
ur það ekki hafzt svo vel við sem skyldi. Þegar ammonsúl-
fatsaltpéturinn var fluttur til landsins smávegis 1962, lenti