Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 53
55
steinsáburði, og skyldi þar sýnt hver væri hæfilegur skammt-
ur a£ brennisteini til að tryggja sprettu. í þriðja lagi voru
bornar saman nokkrar áburðartegundir, sem innihalda
brennistein, og átti, ef mögulegt reyndist, að gera sér grein
fyrir því, hvað gera mætti, til á sem ódýrastan hátt að fyrir-
byggja uppskerutap af völdum brennisteinsskorts.
í töflu 1 eru tilraunaáætlanirnar sýndar. Eftirfarandi
grunnáburður var notaður á allar tilraunirnar, alla liði
nema a-lið: 135 kg hreint N á ha (Kjarni ef tilraunaáburð-
urinn innihélt ekki köfnunarefni), 75 kg P205 á ha (þrí-
fosfat ef tilraunaáburður var ekki fosfór), 75 kg K20 á ha
(klórkalí ef tilraunaáburðurinn var ekki kalíáburður).
Borið var á tilraun í Villingadal 24. maí, í Fellshlíð 10.
júní og í Baldursheimi 15. jttní.
Tilraun í Villingadal var slegin tvisvar, fyrst 7. júlí og
aftur 8. september. Tilraun í Fellshlíð var slegin 27. júlí og
í Baldursheimi 15. ágúst. Tilraunalandið í Baldursheimi
var allmikið kalið, var það blettakal, sem var nokkuð jafn
dreift um allt svæðið. Við lauslega ágizkun var áætlað að
nálægt helmingur landsins væri gróðurlaus eða gróðurlít-
ill, enda sýna uppskerutölur að ekki er allt með felldu. Ekki
hafði landið kalið fyrr.
Niðurstöður tilraunanna og ályktanir af þeim.
Til þess að sýna fram á, að aðeins geti verið um brenni-
steinsskort að ræða er notað á öllum tilraunastöðunum, eins
og fram kemur í töflu 1, bæði gips (kalsíumsúlfat) og brenni-
steinssúrt kalí (kalísúlfat). Ef nú bæði þessi efni gefa upp-
skeruauka, getur hann hvorki stafað frá kalsíum, sem finnst
í gipsinu, eða kalíinu, sem finnst í kalísúlfatinu, heldur að-
eins frá brennisteininum, sem bæði þessi efni innihalda.
í töflu 2 er borinn saman uppskeruauki af sömu skömmt-
um af brennisteini í gipsi og kalísúlfati. Kemur það greini-
lega í ljós að uppskeruauki fæst með báðum þessum tegund-
um og þar með tekinn af allur efi um það, hvort að um skort
á brennisteini hafi verið að ræða eða ekki á umræddum
svæðung,