Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 56
58
1. Blandaði áburðurinn „25-15“, sem notaður var með
svo góðum árangri í S.-Þing. 1965, gefur líka í þessum til-
raunum sérlega góða útkomu þar sem það magn, sem notað
var af áburðinum, innihélt ekki nema ca. 4 kg af brenni-
steini á ha, en uppskeran svarar til þess er 8 kg af brenni-
steini í öðrum áburðartegundum gáfu. Athugun á rann-
sóknarstoíu leiddi í ljós, að svo virtist sem „25-15“ áburð-
urinn losi brennistein úr jarðveginum í allmiklu magni, og
má því ætla að hin góðu áhrif þessa áburðar séu vegna þessa
eiginleika. Gefa verður gaum að þessu atriði í framtíðinni,
ef áburður þvílíkur sem „25-15“ er notaður í lengri tíma
þar sem þá má reikna með, að hann tæmi jarðveginn ýtar-
legar af brennisteini en æskilegt er, og notkun hans því ekki
lausn á brennisteinsvandamáli til lengdar.
2. Það kom nokkuð á óvart að súperfosfat gaf svo til eng-
an uppskeruauka í fyrri slætti í Villingadal. Aftur á móti í
seinni slætti eru áhrifin greinileg, nálægt 11 hesta uppskeru-
auki miðað við brennisteinslausan reit. Af einhverjum or-
sökum hefur brennisteinn í súperfosfati ekki haft áhrif fyrr
en síðla sumars. I Fellshlíð, þar sem slegið er mun seinna
en í Villingadal, eru komin nokkur áhrif af súperfosfatinu
en þó er uppskera mun lægri en af samsvarandi brenni-
steinsmagni í öðrum áburðartegundum.
3. Á tilrauninni í Fellshlíð er einn liður með magnesíum-
súlfat. Átti þar með að ganga úr skugga um hvort mögu-
leiki væri á magnesíumskorti. Það sést í töflunni að þeir
reitir, sem magnesíumsúlfat fengu, gefa álíka uppskeru og
gipsið, þannig að álíta verður, að á þessum stað hafi magn-
esíum ekki hafa áhrif á sprettuna.
4. Gips og kalísúlfat gefa bæði eins og fyrr er skráð upp-
skeruauka miðað við brennisteinslausan reit (sjá líka töflu
2).I Villingadal hafa 8 kg af brennisteini í gipsi gefið meira
en sama magn af brennisteini í kalísúlfati. I Fellshlíð og
Baldursheimi er aftur á móti kalísúlfatið með liærri upp-
skeru.
F.f reiknað er með því að hámarksuppskera fáist fyrir 8
kg af brennisteini svarar það til að bera þyrfti á ca. 50 kg