Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Qupperneq 70
HELGI HALLGRÍMSSON:
Birkiryð
Seinni part sumars má oít sjá ryðbrúna bletti og flekki á
blöðum birkisins. Sé snert við þessum flekkjum, loðir ryð-
brúnt duft við fingurgómana. Flekkirnir eru aðeins á neðra
borði blaðanna, en venjulega sést þó móta fyrir þeim á efra
borðinu, sem gulum eða gulbrúnum blettum. Getur svo far-
ið, að allt blaðið verði þakið af þessum blettum, enda visnar
það þá og deyr. Þannig getur sjúkdómur þessi valdið lauf-
falli löngu fyrir venjulegan tíma.
Vegna litarins og hins duftkennda eiginleika, hefur al-
menningur jafnan sett þennan sjúkdóm í sam-band við ryð,
þótt lítið eigi hann skylt við venjulegt ryð á járni.
Sé þetta ryð skoðað í smásjá, sést að það er samsett af ör-
smáum kornum, með þykku, brúnu hýði, oft göddóttu. Þessi
korn eru gró svepptegundar, sem veldur ryðsýkinni og kall-
ast því ryðsveppur, eða nánar tiltekið birkiryðsveppur.
Ryðsveppirnir (Uredinales) eru allstór sveppaflokkur, sem
telst til basíðusveppanna (Basidiomycetes) en til þeirra telj-
ast einnig hinir venjulegu stóru hattsveppir og gorkúlur.
Andstætt þessum síðastnefndu sveppahópum, mynda ryð-
sveppirnir aldrei neina eiginlega gróbera, heldur vaxa sem
myglukenndir þræðir innan í blöðum og stönglum ýmissa
grænna plantna og sníkja á þeim. Þeir eru því allir sníkju-
verur og hafa lagað sig aðdáanlega vel að þeim lifnaðar-
háttum.
Einkennandi fyrir ryðsveppina eru hin margvíslegu gró,
sem þeir framleiða í því skyni að fjölga sér, eða að komast
milli plantna. Annað einkenni á ryðsveppunum er það, að