Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 71
margir þeirra þurfa að lifa til skiptis á tveimur eða fleiri
ólíkum plöntutegunum, til að geta fullkomnað sinn lífs-
feril.
Alkunnugt fyrirbæri er kornryðsveppurinn (Puccinia gra-
minis), sem einnig vex á mörgum öðrum grastegundum.
Hann vex til skiptis á grasinu og Berberis-runnanum. F.ftir
að þetta var uppgötvað hefur Berberis að mestu verið út-
rýmt úr kornræktarlöndum Evrópu. I seinni tíð hafa menn
þó tekið eftir því, að sveppurinn getur sleppt Berberis-runn-
anum úr hringrásinni og „stytt sér þannig leið“ milli korn-
plantnanna. Virðist mega kenna þetta að einhverju leyti
mildum vetrum, sem algengir hafa verið í Evrópu í seinni
tíð.
Svipaða sögu er að segja með sjálft birkiryðið (Melamp-
soridium betulinum (Pers.) Klebh.). Um aldamótin síðustu
komust fræðimenn í Evrópu að því, að hið svonefnda skál-
stig (æsidie) birkiryðsveppsins er að finna á lerki (Larix).
Brátt kom þó í Ijós, að birkiryðið finnst einnig á þeim land-
svæðum, sem lerki vex ekki, og hefur ekki vaxið um langan
aldur, eins og t. d. nyrzt í Skandinavíu. Birkiryðsveppurinn
hlaut því að geta stytt sér leið.
Árið 1903 birtist yfirlit E. Rostrups, sveppafræðings, um
íslenzka sveppi. Er það byggt á söfnunarstarfi Ólafs Davíðs-
sonar, Helga Jónssonar og fleiri, og auk þess sem Rostrup
fór í gegnum öll söfn af íslenzkum háplöntum í Kaupmanna-
höfn. Upptalning Rostrups á sníkjusveppunum er því til-
tölulega fullkomin, en ekki getur hann birkiryðsveppsins á
þeim lista. Hefur hann því naumast verið algengur hér á
árunum fyrir aldamótin og líklegra að hann hafi ekki ver-
ið hér til.
Á íslandi er birkiryðsins fyrst getið af Paul Larsen í riti
hans um íslenzka sveppi í Botany of lceland (1932), en Lar-
sen ferðaðist hér árið 1922 og er það því sennilega fundarár
sveppsins. í.arsen getur sveppsins á ungplöntum í uppeldis-
stöðinni á Hallormsstað, en ekki frá öðrum stöðum. Bendir
það til þess, að sveppurinn hafi þá verið mjög sjaldgæfur.
Innflutningur erlendra trjátegunda til Akureyrar, Hall-