Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Page 80
86
einni. Einstaka ár er munurinn þó nálægt því að vera raun-
hæfur, t. d. er munurinn árið 1961 milli I B og II B (skerpi-
pl., herfað og venjul. plægt, lierfað) það mikill að 95% lík-
ur eru fyrir því, að hann sé raunhæfur.
Ymsar ályktanir má draga af tilrauninni. Ef plægingar-
aðferðirnar eru bornar saman, sézt að af djúpplægðu reit-
unum fæst nokkru meiri uppskera en af hinum. Þetta kem-
ur sérstaklega í ljós á herfuðu reitunum. Ef ekki er tekið
TAFLA 2. Fosfór (P), mangan (Mn) og járn (Fe) í uppskeru
af tilraun 87—59. Meðaltal áranna 1963 og 1964.
Table 2. Phosphorus, manganese and iron content of the yield. Mean
values from 1963 and 1964.
Tilraunaliðir Efnamagn í þurrefni. Content of dry matter
Sláttur Cutting P % Mn p. p. m.* Fe %
1 A l.sl. 0.18 120 0.04
2. sl. 0.16 144- 0.05**
l.sl. 0.19 154 0.04
I B 2. sl. 0.17 180 0.05**
l.sl. 0.18 143 0.04
II A 2. sl. 0.18 180 0.05**
l.sl. 0.18 152 0.04
II B 2. sl. 0.17 217 0.05**
* p. p. m. — parts pro mille. ** Var ekki mælt 1963.
tillit til vinnslunnar eftir plægingu er meðaluppskera af
djúpplægðum reitum 41.0 hkg á ha en af reitum plægðum
á venjulegan hátt 38.0 hkg á ha. Þarna er því um lítinn
mun á plægingaraðferðum að ræða og sá munur sem er, er
skerpiplægingunni í hag.
Enn minni munur er á tættum reitum og herfuðum. Ef
tekin er meðaluppskera af þeim liðum án tillits til plæg-
ingar, er uppskera af tættum reitum 40.2 hkg/ha en af herf-
uðum 38.9 hkg af ha eða rösklega 1 hkg munur á ha.