Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 82
88
TAFLA 3. Yfirlit yfir rúmþyngd, glæðitap og vatnsmagn í
jarðvegi úr 0—10 cm dýpt úr tilraun 87—59.
Table 3. Bulk density, loss on ignition and moisture content of the
soil in the experiment.
Rúra- þyngd Bulk density Glæði- taP % Loss on igni- tion Vatn % af rúmmáli Moisture per cent of volume
Við töku sýnish. When sampled Við mettun Satu- rated
I. A. Skerpiplægt, tætt 0.28 66.8 59.2 77.3
I. B. Skerpiplægt, herfað 0.30 64.5 60.2 75.6
II. A. Venjulega plægt, tætt . . . 0.26 67.0 78.5 78.5
II. B. Venjulega plægt, herfað . 0.32 63.6 74.2 74.2
Vatnsmagn við töku sýnishornanna var ákvarðað þannig,
að sýnishornin voru vegin strax eftir að þeim hafði verið
safnað, síðan voru þau þurrkuð við 105° C í sólarhring og
vegin aftur. Mismunur á þunga er reiknaður sem þungi
vatns, sem gufar úr sýnishorninu.
Vatnsmagnið við mettun var fundið á sama hátt, eftir að
sýnishomin voru mettuð með vatni. Þá var reiknað með,
að allar jarðvegsholurnar væru fullar af vatni, en innilokað
loft getur þó liafa verið í sýnishornunum, þannig að þetta
er ekki öruggur mælikvarði á holurými jarðvegs.
Glæðitap var fundið með því að brenna jarðveginn við
röskar 500° C og er notað sem mælikvarði á lífræn efni í
jarðveginum. I töflu 3 er yfirlit yfir þessar rannsóknir.
Eftirtektarverðast er ef til vill það, að rúmþyngd jarð-
vegsins (þ. e. g/cm3 jarðvegs) er meiri í herfuðu reitunum
en þeim tættu. Þar sem gera verður ráð fyrir að hin föstu
efni jarðvegsins séu jafneðlisþung, hvort sem jarðvegurinn