Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1966, Síða 99
Aðalfundur 1966
Árið 1966 miðvikudaginn 29. júní var aðalfundur Rækt-
unarfélags Norðurlands settur og haldinn að Hótel KEA á
Akureyri.
Formaður félagsins, Steindé>r Steindórsson, yfirkennari,
setti fundinn og bauð menn velkomna til starfa á fundin-
um.
Fundarstjóri var kjörinn Steindór Steindórsson, til fund-
arritara nefndi hann þá Þórarinn Kristjánsson, Holti, og
Egil Bjarnason, Sauðárkróki.
1.—2. Mættir voru eftirtaldir fulltrúar:
Frá Búnaðarsambandi N.-Þing.:
Þórarinn Haraldsson, Laufási og
Þórarinn Kristjánsson, Holti.
Frá Búnaðarsambandi S.-Þing.:
Teitur Björnsson, Bri'in.
Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar:
Helgi Símonarson, Þverá.
Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga:
o o
Jón Sigurðsson, Reynistað,
Gísli Magnússon, Eyhildarholti og
Egill Bjarnason, Sauðárkróki.
Frá Ævifélagadeild Akureyrar:
Ármann Dalmannsson, Akureyri,
Bjiirn Þórðarson, Akureyri, og
Árni Jónsson, Akureyri.
Auk þess voru mættir stjórnarnefndarmenn félagsins:
Steindór Steindórsson, Ólafur Jónsson og Jónas Kristjáns-
son.