Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 15
17
skeið í meðferð heimilisdráttarvéla, svo sem áður hef-
ur verið gert í þeim búnaðarfélögum á sambandssvæð-
inu, sem þess óska.“ Tillagan samþ. í einu hljóði.
b) Um búfjártryggingar var svohljóðandi tillaga sam-
þykkt samhljóða:
„Fundurinn leggur til að samþykkt verði það form
á tryggingum, sem felst í frumvarpi hinnar stjórnskip-
uðu nefndar, um eitt heildartryggingarfélag fyrir allt
landið, fremur en félag í hverjum hrepp eins og til er
ætlazt í breytingartill. frá Búnaðarþingi.
Auk þessa leggur fundurinn til að upp í þetta frum-
varp (þ. e. frumvarp stjórnskipuðu nefndarinnar)
verði tekin eftirfarandi atriði:
1. Að framlag Ríkissjóðs verði kr. 3 milljónir í stað
2 milljóna.
2. Lambalát séu bótaskyld og haustlömb, sem sannan-
lega fara frá réttum til áramóta.
3. í stað þess, sem fram er tekið í 17. gr. um fram-
kvæmdastjórn félagsins, komi, að stjórn félagsins
ákveði um framkvæmdastjórn og framkvæmda-
stjóra félagsins.
4. Þá telur fundurinn það koma mjög til álita, hvort
eigin áhætta eigi nokkur að koma til greina við
tjónbætur vegna lambaláts. Varðandi fyrirkomulag
trygginganna vill fundurinn taka þetta fram: Með
heildartryggingu fyrir allt landið telur fundurinn
að fáist ódýrastar tryggingar, meiri útjöfnun bóta-
fjár og öryggi fyrir sem fyllstum bótagreiðslum.
Rekstur allur verður einfaldari og þar með minni
kostnaður.“
c) Um fiskirækt var eftirfarandi tillaga samþykkt sam-
hljóða:
„Fundurinn telur sjálfsagt að taka boði veiðimála-
stjóra um laxaseiði x Grímsá og Eyvindará. Enn frem-
ur felur fundurinn stjórninni að hafa áfratnhaldandi
2