Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 27
29
Tafla 111 sýnir að framkvæmdir í hinum einstöku sveit-
um eru mjög misjafnlega miklar. Þyrftu bændur í þeim
sveitum, þar sem framkvæmdir eru litlar að athuga, hvað
tefur framkvæmdir hjá þeim, og athuga möguleika á því að
gera betur en undanfarin ár, svo að þeir dragist ekki varan-
lega aftur úr.
Annar dálkur töflunnar sýnir, hve mikið hefur verið
byggt af áburðarhúsum og safnþróm. Þegar sá dálkur er
athugaður kemur í ljós að Sunnmýlingar hafa byggt mikið
meira af áburðarhúsum heldur en Norðmýlingar eða 22.4
m3 á hvern bónda á móti 7.2 m3. Lang mest hefur verið
byggt af þessum byggingum í Eiðaþinghá af einstökum
sveitum eða 90.7 m3 á hvern bónda. Næstir eru Norðfirð-
ingar með 59.9 m3 að meðaltali á bónda. Meiri hluti af
þeim áburðarhúsum, sem nú eru tekin út eru kjallarar
undir fjárhúsum. Áburðarkjallarar hleypa verði fjárhúsanna
mjög fram og hafa margir bændur, sem byggt hafa fjárhús
hliðrað sér hjá að leggja í þann kostnað. Nauðsynlegt mun
þó reynast að hafa grindur í óeinangruðum járn- og stein-
húsum, ef vel á að fara um kindurnar og mun í framtíðinni
verða stefnt að því, að láta allt fé liggja á grindum.
Af þurrheyshlöðum hafa bændur í Eiðaþinghá einnig
byggt mest að meðaltali á hvern bónda sl. 5 ár, sömuleiðis
af votheyshlöðum eða 241.2 m3 af þurrheyshlöðum og
47.1 m3 af votheyshlöðum. Bændur í Hjaltastaðaþinghá
hafa byggt næst mest af hlöðum eða 229.0 m3 af þurrheys-
hlöðum og 34.5 m3 af votheyshlöðum að meðaltali á bónda.
I heila tekið hafa verið byggðar hlöður yfir öllu meira hey
en uppskeruaukning vegna nýræktarinnar neniur.
Fimmti dálkur sýnir hversu mikið hefur verið gert af
girðingum um tún og garða. Meðal framkvæmdir á því
sviði er tæplega 400 m á hvern bónda á öllu sambandssvæð-
inu. Mest hefur verið girt í Hlíðarhreppi, 709 m að meðal-
tali á bónda, næst mest í Hjaltastaðarþinghá, 000 m á hvern
bónda.