Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 88

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 88
90 var búkona og svo auðsæl, að þar virtust tvð höfuð á hverju kvikindi, en engan hlut átti hún í búi sínu, sem henni þótti jafn vænt um sem Innikrák. Þá þótti Hrafnkeli Freysgoða vænt um hest sinn Freyfaxa, þótt af því leiddi mikfa rauna- sögu, þá er hún blandin tign og virðingu. Vopnfirðingasaga segir frá bóndanum í Sunndal, sem óf upp ágæta hesta af traustu kyni og sefdi mönnum sem góða gripi vildu eignast. Þá er Brúnn frá Brú, sem hljóp með 180 punda mann ca. 400 kílómetra í einum áfanga. Þetta sýnir allt að góðhestar hafa alltaf verið hér á Austurlandi, og eru eflaust enn, þó að lítil rækt sé við þá lögð. Nú fyrir nokkrum kvöldum talaði Sigurður bóndi á Stafafelli í útvarpið, og kvatti menn til að sýna hestinum viðurkenningu og minnast þarfasta þjónsins, ekki með minnismerkjum, heldur að sýna honum sæmd og liafa hann til gagns og skemmtunar miklu meira en nú gerist. Vænti ég þess, að félagsskap hestamanna megi takast að vekja þjóð- ina af þeim dvala og sinnuleysi, sem hún hefur fengið fyrir hestinum. Kappreiðar munu alltaf þykja sú bezta skemmt- un, senr menn eiga völ á, enda alls staðar vel sóttar, þó að það sé dauft yfir þeim nú hér um slóðir. Frá því er sagt í Landnámu, að það hafi komið skip í Kol- beinsós í Skagafirði hlaðið kvikfénaði. Þegar verið var að skipa því á land, stökk eitt mertryppi í sjóinn og svamm í land og komst í Brimnesskóg og fannst ekki. Maður nokkur Þórir Dúfunefur keypti von í mertryppi þessu, fann hana um síðir og kallaði hana Flugu. I tamningu komu fram miklir gæðingshæfileikar hjá Flugu. Og sagan segir, að þeg- ar Skagfirðingar, ásamt Þóri Dúfunef riðu til Alþingis Kjal- veg, að þegar þeir komu suður til Kinnverjadals, þá hafi þeir hitt þar landshornamann, sem Orn hét, og var hann að æfa og temja hesta sína, sem hann lét mikið af. Taldi hann skeiðvelli og haga betri til fjalla en í byggð. Skagfirðingar gáfu sig á tal við mann þennan, sem frá mörgu kunni að segja, en sérstaklega leizt þeim vel á þá fola, sem hann hafði

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.