Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 88

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 88
90 var búkona og svo auðsæl, að þar virtust tvð höfuð á hverju kvikindi, en engan hlut átti hún í búi sínu, sem henni þótti jafn vænt um sem Innikrák. Þá þótti Hrafnkeli Freysgoða vænt um hest sinn Freyfaxa, þótt af því leiddi mikfa rauna- sögu, þá er hún blandin tign og virðingu. Vopnfirðingasaga segir frá bóndanum í Sunndal, sem óf upp ágæta hesta af traustu kyni og sefdi mönnum sem góða gripi vildu eignast. Þá er Brúnn frá Brú, sem hljóp með 180 punda mann ca. 400 kílómetra í einum áfanga. Þetta sýnir allt að góðhestar hafa alltaf verið hér á Austurlandi, og eru eflaust enn, þó að lítil rækt sé við þá lögð. Nú fyrir nokkrum kvöldum talaði Sigurður bóndi á Stafafelli í útvarpið, og kvatti menn til að sýna hestinum viðurkenningu og minnast þarfasta þjónsins, ekki með minnismerkjum, heldur að sýna honum sæmd og liafa hann til gagns og skemmtunar miklu meira en nú gerist. Vænti ég þess, að félagsskap hestamanna megi takast að vekja þjóð- ina af þeim dvala og sinnuleysi, sem hún hefur fengið fyrir hestinum. Kappreiðar munu alltaf þykja sú bezta skemmt- un, senr menn eiga völ á, enda alls staðar vel sóttar, þó að það sé dauft yfir þeim nú hér um slóðir. Frá því er sagt í Landnámu, að það hafi komið skip í Kol- beinsós í Skagafirði hlaðið kvikfénaði. Þegar verið var að skipa því á land, stökk eitt mertryppi í sjóinn og svamm í land og komst í Brimnesskóg og fannst ekki. Maður nokkur Þórir Dúfunefur keypti von í mertryppi þessu, fann hana um síðir og kallaði hana Flugu. I tamningu komu fram miklir gæðingshæfileikar hjá Flugu. Og sagan segir, að þeg- ar Skagfirðingar, ásamt Þóri Dúfunef riðu til Alþingis Kjal- veg, að þegar þeir komu suður til Kinnverjadals, þá hafi þeir hitt þar landshornamann, sem Orn hét, og var hann að æfa og temja hesta sína, sem hann lét mikið af. Taldi hann skeiðvelli og haga betri til fjalla en í byggð. Skagfirðingar gáfu sig á tal við mann þennan, sem frá mörgu kunni að segja, en sérstaklega leizt þeim vel á þá fola, sem hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.