Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 20

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 20
Jarðrækt Búnaðarsamband Austurlands hefur engin bein afskipti af jarðræktarframkvæmdum, en ráðunautar þess hafa með höndum úttekt jarðabóta svo og leiðbeiningar á þessu sviði. Ræktunarsamböndin hafa nú orðið með jarðvinnsluna að gera, að svo miklu leyti, sem hún er leyst á félagslegan hátt. Leiðbeiningum í jarðrækt af hálfu ráðunauta sainbandsins hefur aðallega verið þannig háttað, að þeir hafa haldið fræðsluerindi á fundum og svo með viðtölum við bændur á ferðum sínum. Á sl. sumri eyddu þeir þó nokkrum dögum hjá Bf'. Breiðdæla við að gera ræktunaráætlanir fyrir ein- stök býli í Breiðdal. Verk þetta var fólgið í því. að valið var ræktunarland, sem næst skyldi taka til ræktunar á hverju einstöku býli. Ræktað land og það land sem næst skyldi taka til ræktunar var mælt og takmörk hvers túns lauslega ákveðin þegar búið væri að stækka það í 10 ha. Starfsmenn búnaðarsambandsins sáu um úttekt á jarða- bótum eins og áður. Hér á eftir fara töflur, sem teknar eru upp úr jarðabótaskýrslum. Töflur þessar sýna jarðabóta- framkvæmdir í einstökum sveitum á síðastliðnum árum. Enn fremur eru þar teknar saman jarðabætur gerðar á viss- um tímabilum. Tafla I sýnir jarðabætur í einstökum sveitum árið 1957. [arðabætur fara stöðugt vaxandi, þótt á því séu sveiflur. Nýrækt hefur aldrei verið ineiri í Múlasýslum báðum sam- anlagt heldur en sl. ár, var nú 294.8 ha. Norðmýlingar rækt- uðu þó minna sl. ár en árið áður, en það ár var nýrækt hjá þeim 184.3 ha. en sl. ár var hún 180.8 ha. Sl. ár er aftur á móti met ræktunarár hjá Sunnmýlingum. Þá gerðu þeir 114.0 ha. af nýrækt. Arið 1955 komust þeir næst þessu rækt- uðu þá 112.5 ha. Mesta ræktunarsveit árið 1957 var Jökuls-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.