Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 42

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 42
44 verið jafn þungar að vori og hausti. Frjósemi liefur ekki verið mikil, sem varla er von þar sem ekki er rneira fóðrað, 24 til 28% ánna hafa verið tvíiembdar. Afföll á lömbum liafa verið mjög mikil, þótt þau fari heldur minnkandi, halda þau niðri afurðum eftir meðalána. Mestar afurðir eftir á að meðaltali þrjú sl. ár hefur Guðjón Agústsson Ásgrímsstöðum haft, 18.4 kg. kjöt eftir á en 19.6 kg. eftir á sem komið hefur upp lambi. I Hjaitastaðarþinghá hefur fé lengst af verið fremur afurðarýrt, enda er þar fremur landlétt og takmarkaðar af- réttir. Ærnar eru léttar, enda smáar, en ekki illa gerðar. Nú hefur verið flutt mikið af kynbótahrútum inn í sveitina og er þar nú til all mikið af mjög vel gerðum lirútum. Enginn efi er á því, að afurðir geta aukizt mjög mikið í þessu félagi á næstu árum, ef vel verður unnið að ræktun þess stofns, sem nú er til í sveitinni. En fyrst og fremst þarf fóðrun að batna, því að vonlaust er að fá miklar afurðir eftir fé í fandléttum sveitum, ef fóðrun er þar ekki verulega góð. Sauðfjárræktarfélag Fljótsdalshrepps. Það var stofnað haustið 1954. Félagsmenn, sem skilað hafa skýrslum, hafa verið 10—11. Skýrslufærðar ær voru fyrsta árið 198 en voru orðnar 292 sl. ár. Formaður félagsins hefur verið Sigfús Jónsson, Bessastöðum. Meðal reiknaður kjötþungi eftir á í félaginu þau ár, sem það hefur starfað hefur verið: Eftir á, sem kom Eftir á: upp lambi: 1955 ....................... 18.7 kg 20.2 kg 1956 ....................... 19.6 - 20.4 - 1957 ....................... 21.8 - 22.1 - Ær tilraunabúsins á Skriðuklaustri hala hækkað meðaltal félagsins nokkuð, þar sem það hefur átt þriðja-part félags-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.