Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 43

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 43
fjárins. Meðal afurðir þess hóps hefur verið 21.8 kg. reikn- aður kjötþungi eftir á, en 22.8 kg. eftir á sem komið hefur upp lambi. En mestar afurðir eftir á, meðaltal 511 árin, hefur Einar Jónsson Litlu-Grund haft 22.5 kg. reiknaðan kjötþunga og jafnmikið eftir á, sem komið hefur upp lambi, en liann hefur fengið allar sínar félagsær með lömbum að hausti öll árin. Fljótsdælingar eiga margir all gott fé, og fer það víða batnandi á síðustu árum. í Fljótsdal hefur lítið verið flutt af hrútum úr öðrum sveitum, nema af Jökuldal. Þó hafa komið þangað nokkrir hrútar úr Þistilfirði á síðustu árum. Fjárræktarfélagið á sjálft einn hrút þaðan, Garp XV, frá Holti, sem fékk á sl. hausti I. verðl. sem einstaklingur, og II. verðl. fyrir afkvæmi. Fóðrun er í Fljótsdal sums staðar orðin góð, en misjöfn eftir bæjum. Sveitin er kjörin til sauðfjárræktar. Snjólétt og veðursæld á veturna, og afréttarlönd fram úr skarandi góð. Þegar á allt er litið eru afurðir hjá félaginu í Fljótsdal ekki eins miklar og vænta mætti. Þær hafa þó farið vaxandi og var félagið næst hæsta félagið með afurðir sl. ár. Það er styrkur fyrir Sauðfjárræktarfélag Fljótsdalshrepps að hafa Klausturbúið innan vébanda sinna. Þar er nú unnið markvisst að því að kynbæta fjárstofninn, og verður eflaust gert á meðan Jónas Pétursson ræður þar búi. Fer ekki hjá því að þar kemur fram stofn, sem liefur mikið kynbótagildi, þegar tímar líða. Það urðu vonbrigði fyrir þá, sem starfa að sauðfjárrækt á Austurlandi, þegar Búnaðarþing vildi ekki verða við þeirri ósk Búnaðarsambands Austurlands að mæla með því, að á Skriðuklaustri yrði með lögum ákveðið að starfrækja kyn- bóta- og tilraunabú fyrir sauðfé, rekið af ríkinu. Hefði það verið lögfest hefði betur verið tryggt að búið yrði rekið sem slíkt í framtíðinni, og myndi þá fremur hafa verið lagt fram fé beint til kynbótastarfsins, sem nú er ekki gert, en væri mjög þýðingarmikið.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.