Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 46

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 46
48 munu þessar blendingsær vera, en þær hafa ekki verið tekn- ar með í félagsféð. Vel getur verið, að það borgaði sig að safna saman því bezta, sem til er af blendingum þessum hér á Héraðinu og rækta upp sérstakan stofn. Síðustu árin hafa Tungumenn unnið kappsamlega að því að bæta sauðfé sitt. Hafa þeir keypt inn í sveitina mikið af hrútum frá Fjárræktarfél. Þistli, enn fremur af Jökuldal og frá Skriðuklaustri. Enn er þessarar blöndunar lítið farið að gæta í ærstofninum, en briast má við, að úr þeim stofni, sem nú er til í sveitinni megi mikið vinna. Landlétt er í Hróarstungu og afréttir eru þar engar, og verða þar aldrei miklar afurðir af fé nema með mikilli fóð- ureyðslu. Fóðrun sl. ár virðist vera sæmileg hjá sumum félagsmönnum, þar sem þynging ánna frá hausti til vors hefur verið nokkur, en mjög misjöfn. Betri fóðrunin virðist þó ekki hafa aukið afurðirnar eins og búast mætti við, hvað sem veldur. Það sem haldið hefur afurðunum sérstaklega niðri hjá þessu félagi er, hvað lítil frjósemi liefur verið í ánum, en aðeins um 13% ánna hefur verið tvílembt. Sjálf- sagt er ófrjósemi í stofninum, en að einhverju leyti gæti þetta stafað af því að ærnar séu látnar léttast of mikið fyrri hluta vetrar og eins af því að uppeldið sé ekki nógu gott. Fyrsta skilyrði til að auka afurðir ánna í Hróarstungu er að fá fram meiri frjósemi í stofninn með kynbótum og bættu fóðri. Sauðfjárrœktarfélag Hliðarhrepps. Félagið er stofnað á áliðnum vetri 1954—’55. Það byrjaði með 9 félagsmenn en sl. ár skiluðu 14 félagsmenn skvrslu. Fyrsta árið voru haldnar skýrslnr yfir 129 ær en sl. ár 254 ær. Formaður félagsins er Sigurður Pálsson, Arteigi. Reikn- aður kjötþungi eftir félagsærnar þau ár, sem skýrslur hafa verið haldnar, hefur verið þessi að meðaltali:

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.