Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 51

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 51
53 kg. kjöt eftir á, sem kom upp lambi og jafnmikið eftir liverja á. Álftafjörður er landgæðasveit og hentar vel til sauðfjár- búskapar, þar sem snjólétt er á vetrum og sumarland gott. Þar er oft hægt að komast af með lítið heyfóður, ef kjarn- fóður er notað með beitinni. En ekki er hægt að vænta mikilla afurða af sauðfénu með slíkri fóðrun nema vel sé fóðrað seinni hluta vetrar og því ekki sleppt of snemrna. Það má því telja víst, að hægt sé að fóðra fé vel í sveitinni á minna fóðri, en yfirleitt í sveitum austanlands. Sanrhliða aukinni ræktun verður ávinningur fyrir félagsmenn að bæta nokkuð fóðrunina frá því sem nú er. Ærstofninn í sveitinni er góður og jafnbetri, en í öðrum sveitum Suður-Múlasýslu. Ærnar eru yfirleitt vænar og á mörgum bæjum vel gerðar, en þó e. t. v. nokkuð háfættar. Með skynsamlegri ræktun fjárins ættu Álftfirðingar að geta komið sér upp góðum fjárstofni. Þeir hafa keypt nokkuð af lirútum að, einkum úr Þistilfirði og af Jökuldal. Álftfirð- ingar ættu þó ekki að svo stöddu, að blanda heimastofn sinn svo mikið, að hann verði hvergi til lireinn. Með skipu- legu úrvali, meiri frjósemi og bættri fóðrun má auka afurð- irnar til muna frá því, sem nú er. Með því að fjölga ekki búfénaði í sömu hlutföllum og ræktunin vex ætti þetta að takast. Sauðfjárrœktarféiag Beruneshrepps. Félagið var stofnað í nóvember árið 1954. Félagsmenn hafa verið 5—7, sem skilað hafa skýrslu yfir 111 — 142 ær. Formaður hefur verið Bjarni Þórlindsson, Gautavík. Félagið hefur skilað skýrslu fyrir þrjú ár og hefur reikn. meðalkjötþungi eftir félagsærnar verið þessi: Eftir á, sem kom Eftir á: upp lambi: 16.50 kg 19.00 kg 15.69 - 17.54 - 16.54 - 17.68 - 1954- 55 1955- 56 1956- 57

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.