Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Side 83
85
6.99 stig fyrir hæiileika. í heildareinkunn hlaut hann 7.40
stig. Umsögn dómnefndar um hann:
Glæsilegur klárhestur með tölti, hreyfingar grófar.
Faðir Vinar er Skuggi frá Bjarnanesi, en móðir grá hryssa
frá Bálkastöðum í Miðfirði. Vinur hlaut 7.24 stig fyrir
byggingu og 7.43 stig fyrir hæfileika. Hann hlaut í heildar-
einkunn 7.35 stig og umsögn dómnefndar er:
Þurrbyggður og viljagóður reiðhestur með allan gang en
skortir fríðfeika.
Hinir stóðhestarnir voru: Funi Ingimars Sveinssonar,
Egilsstöðum, sem hlaut II. verðl. og Skjóni, eign Guðjóns
Hermannssonar og Hermanns Þorleifssonar í Norðfirði, er
hlaut viðurkenningu sem ótaminn stóðhestur.
Alls vorii sýndar 26 tamdar liryssur og af þeim hlutu 9
I. verðl. og 13 II. verðl.
Hryssurnar sem hlutu I. verðlaun:
Stig: Verðlaun: Eigandi:
1. Stjarna 9 v. 8.20 I. B Einar Jónsson, Mýrum.
2. Löpp 11 - 8.10 I. B Kristinn Guðmundsson, Hornaf.
3. Ljónslöpp 18 - 7.92 I. B Þórdís Bergsdóttir, Ketilsstöðum.
4. Nös 21 - 7.67 I. C Björgv. Magnússon, Höskuldsst.seli.
5. Hæra 10 - 7.65 I. c: Friðrik Sigurjónsson, Fornustíjðuin.
6. Jörp 14 - 7.50 I. C Sigr. Sigfúsdóttir, Vallaneshjáleigu.
7. Jörp 5 — 7.40 I. C Jóhann Magnússon, Breiðavaði.
8. Kolfinna 8 - 7.34 I. C F'riðrik Sigurjónsson, Fornustöðum.
9. Gyðja 6 - 7.28 I. C Þórir Ásmundsson, Jaðri.
Stjarna á Mýrum er í báðar ættir af hornfirzkum hestum
komin og eins Löpp Kristins Guðmundssonar.
Ljónslöpp á Ketilsstöðum er sonardóttir Hafrafells-Brúns,
sem var af Svaðastaðastofni. Móðir hennar var skagfirzk.
Um þessar þrjár hryssur, sem efstar stóðu af tömdu hryss-
unum má segja að þær séu allar glæsilegar og góð reiðhross
og má telja þær í röð beztu hryssna landsins.
Sýndar voru nokkrar ótamdar hryssur og komu þar fram
álitleg reiðhestsefni, sem e. t. v. eiga eftir að sýna kosti sína
síðar rneir. Tvær af þeim. sem álitlegastar þóttu, voru dætur