Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 90

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1958, Page 90
92 vakna löngun manna til að taka þátt í fjörugra félagslífi, þar sem menn ferðast á hestum út um óbyggðir og troðnar slóðir, því að akvegir þeir, sem nú liggja um landið eiga ekki við hestinn, enda á ekki eftir þeim að ríða, hestfótur- inn þolir það ekki. Ég endurtek hér það, sem ég lief áður sagt, ég vil að allir átti sig á því, að við eigum að eiga hesta, sem sjálfsögð hús- dýr. Þeir heyra fólkinu og landinu til. Við eigum að nota hestinn, spara vélar og olíu eftir því, sem við getum, og minnast þess, að hesturinn hefur verið þarfasti þjónninn frá fyrstu tíð. Þetta er mál, sem ungmennafélögin ættu að taka á dagskrá sína. Sum þeirra áhugamál eru komin í góða liöfn. Þarna er merkilegt mál fyrir þau að vinn að, verðugu trausti á hestinum. Ungmennafélögin vinna nú að upp- byggingu félagsheimila og alls konar félags og íþróttalífi og skemmtana, en hesturinn þarf að vera þátttakandi í þessu öllu saman. Hesturinn gerir allt samstarf unga fólksins og félagslíf þess lífrænt, raunhæft og mannbætandi. Fólkið í kaupstöðunum finnur það vel, að það má ekki án hestsins vera, og ég vona að sá skilningur og áhugi eigi efitr að aukast. Því eigum við þá ekki í þessum smáþorpum og sveitum að finna það og skilja að við þurfum að eiga hesta og eiga þá að traustum og góðum vinum, sem við fljótt finnum að við megum ekki án vera. Ég vona að þetta hestamannamót, sem hér er nú haldið gefi vekjandi kraft og aukinn skilning, og þessir fallegu hestar sem hér eru og verða sýndir, veki þá hrifningu og þá sterku löngun, að hver og einn, sem sér þá, óski og ákveði að eignast góðan og fallegan hest, og korni með hann á næsta fjórðungsmót hestamanna Austurlands. Ég vona að vorhugur lifi og dafni hjá þessu hestamanna- félagi Fljótsdalshéraðs og það megi sjá góðan árangur verka sinna. Styðjið allir góðir menn að velgengni þess, og þá mun því vel farnast.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.