Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 124
124
NOTKUN BÓKA OG BÓKASAFNA
heitir það og það. Áður en vér leggjum út í það að afla oss hennar og nota hana, vilj-
um vér helzt vita eitthvað um það, hvers virði hún er, hvort það er góð bók eða lítils
nýt. Nú eru ýms rit, sem hafa það hlutverk að meta bækur og dæma um, hvers virði
hver þeirra sé, rit, sem sérstaklega flytja ritdóma eða á annan hátt láta í ljós dóma
um bækur, t. d. bókmenntasögur. Og þá er að vita, hvar slíkra dóma er að leita.
Gerum þá ráð fyrir, að vér höfum fundið nafn á bók og fengið einhverja vitneskju
um það, hvert efni hennar er og hvers virði hún er. Þá er næsta spurningin: Er bókin
til á því bókasafni, sem vér eigum aðgang að? Um það veitir bókaskrá safnsins
fræðslu. Her á Landsbókasafninu er, eða á að minnsta kosti að vera, spjaldskrá yfir
allar bækur safnsins. Þeirri skrá er hagað eftir sérstöku kerfi, er kallast Dewey’s kerfi
eða tugakerfið, og til þess að nota hana verður að þekkja aðalatriði þess kerfis og
kunna að nota lykilinn að því.
Hlutverk mitt verður nú fyrst að koma ykkur í kynni við helztu hjálparbækur af
þessu tæi, sem til eru hér á Landsbókasafninu, og æfa ykkur í að nota þær. Þar næst
að kenna ykkur að nota spjaldskrá safnsins, svo að þið getið sjálfir gengið úr skugga
um, hvort bók, sem þið þurfið á að halda, er til hér á safninu.
En þótt vér höfum fengið bók í hendur, þá er ekki víst, að vér kunnum svo vel sem
skyldi að færa oss hana í nyt. Stundum viljum vér aðeins ganga úr skugga um það,
hvort í henni er eitthvað, sem vér leitum að. Þá er að vita, hvernig bezt er að leita.
Vér viljum ef til vill gera útdrátt eða tilvitnanir. Þá er að vita, hvernig bezt er að
haga þvi starfi. I bókinni eru ef til vill línurit, eða landabréf. Erum við fulllæsir á
slíka hluti? Sumir undirstrika í bókum, sem þeir eiga sjálfir. Er það rétt, og hvernig
á þá að undirstrika. Hvernig eigum vér að lesa námsbækur, hvernig skáldrit? Hve
hratt eigum vér að lesa? Slíkar spurningar og ýmsar fleiri munum við síðar taka til
umhugsunar og umræðu. Ég drep aðeins á þetta nú, svo þið vitið, hvert stefnir.
Eins og þið ef til vill vitið, gerði ég byrjunartilraun með slíkar æfingar haustmiss-
erið 1918 og hafði þar enga erlenda reynslu til fyrirmyndar, því mér var ekki kunnugt
um, að slíkar æfingar hefðu verið hafðar með stúdentum neins staðar. En í kennslu-
skrá háskóla Norður-Dakota 1917-1918, sem ég nýlega hefi fengið í hendur, sé ég,
að þar eru líkar æfingar þeim, sem ég hafði hér og ætla að hafa í vetur. Lýsingin í
lesskránni er þannig:
„Library Instruction. Bibliography and Reference Work. Ein stund á viku. Seinna
misserið. Frjálst nám. Námskeið þetta er fólgið í fyrirlestrum og verkefnum um notk-
un spjaldskrár og handbóka, og eru þar rannsakaðar og ræddar orðabækur, alfræði-
hækur, kort, skrár, sem koma út árlega, og skrár, er snerta opinber skilríki. Nám-
skeiðinu er hagað svo, að nemendur fái æfingu í að nota spjaldskrána, handbækurnar
og efnisskrárnar við að leita úrlausnar á ýmsum spurningum, sem þeim eru fengnar,
og við að semja skrá yfir bækur um sérstök efni.“
Þetta svarar nokkurn veginn til fyrri þáttar þeirra æfinga, sem ég ætla að hafa hér.
Að ég hefi ráðizt í að hafa slíkar æfingar, kemur af því, að reynslan hefir kennt mér,