Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 126

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 126
JON SAMSONARSON HVÍLA GJÖRÐI HLAÐSÓL Spássíuvísa í rímnabók Miðað við hlut frændþjóðanna á Norðurlöndum verður kveðskapur sá sem okkur íslendingum er eftirskilinn frá fyrri öldum að teljast bæði mikill að vöxtum og fjöl- breyttur. Engu að síður væri það óhófleg bjartsýni að ætla að af honum mætti ráða til nokkurrar fullnustu, hvað var ort og haft um hönd kvæðakyns á þeim tímum, þegar varðveizla kvæða var að verulegu leyti háð ritun óbundins máls og eðli þess. Meðan sagnaritun stóð í blóma mega varðveizluskilyrðin þó teljast bærileg miðað við það sem síðar varð, þegar ekki voru lengur samin rit sem tækju upp kvæði eða vísur, og ekki heldur skrifuð nein sjálfstæð kvæðasöfn sem varðveitzt hafi. Enda er flest þoku hulið sem varðar sögu íslenzks skáldskapar á 14. og 15. öld, þótt ekki þurfi að fara í grafgötur um það, að þá verða stórfelldar breytingar og markverðar í kvæðagerð þjóðarinnar. Það er því enn brýnna en ella að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir þeim kveðskap sem uppi er á 16. öld, þegar litið eitt rofar til og varðveizlan skánar. Þá eru skrifuð söfn rímna og helgikvæða, og inn á milli fljóta með veraldleg kvæði, en þó ekki fleiri en svo, að hafa verður gát á smáu sem stóru, ef myndin á að verða sæmilega rétt. Og hrekkur þó sennilega hvergi nærri til. Eins og alkunnugt er, áttu sumir skrifarar það til að reyna pennann og hripa eitt- hvað smálegt sem þeim kom í hug á jaðra skinnblaða. Með því spilltu menn stundum útliti blaðsíðunnar, en það bættu þeir margfaldlega upp, því að þannig hefur sumt geymzt sem fengur er að, en engum hefði dottið í hug að setja í meginmál dýrra skinnbóka. Meðal þeirra sem ekki hlífast við að nota spássíurnar er skrifari rímna- bókar sem hefur verið nefnd Krossnessbók, varðveitt í Konungsbóklilöðu í Stokkhólmi og merkt Perg. 4to nr. 22. Kr. Kálund hefur sýnt fram á, að Perg. 4to nr. 22 muni vera skrifuð á Krossnesi í Trékyllisvík á heimili Jóns Hákonarsonar,1 sem Páll Eggert ætlar að sé föðurbróðir Jóns Guðmundssonar lærða.2 Síðast hefur Björn K. Þórólfsson tímasett bókina, og taldi hann að hún mundi vera skrifuð nálægt 1570—80 og áreiðanlega fyrir 1600.3 Kr. Kálund gaf út vísur og annað smælki skrifarans á spássium,4 en áður hafði hluti vísnanna verið prentaður í Biskupasögum Bókmenntafélagsins sem „óvissar lausa- vísur“ aftan við kvæði Jóns biskups Arasonar.5 Svo vill til að meðal spássíuvísnanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.