Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 136
HARALDUR SIGURÐSSON
SÆMUNDUR MAGNÚSSON HÓLM
OG KORTAGERÐ HANS
Sæmundur Magnússon Hólm (1749—1821) fæddist í Hólmaseli í Meðallandi og
kenndi sig síðar við fæðingarstað sinn. Hann nam í Skálholtsskóla og lauk þaðan burt-
fararprófi 1771, en var síðan djákni um hríð. Árið 1774 sigldi hann til Háskólans í
Kaupmannahöfn að ráði og frumkvæði séra Jón Steingrímssonar.1 Hann hóf þar laga-
nám, en hvarf frá því og sneri sér að guðfræði og lauk prófi 1783. Samhliða guðfræði-
náminu nam hann við listaháskólann og hlaut þar nokkrum sinnum verðlaun fyrir
frammistöðu sína. Á Kaupmannahafnarárunum fékkst hann töluvert við ritstörf og
uppfyndingar, en allt dró það hann skammt til fjár, og öll Hafnarárin og raunar ævi-
langt átti hann við þröngan kost að búa. Eftir fimmtán ára dvöl erlendis var honum
veitt Helgafellsprestakall, þar sem hann var prestur til 1819. Þá fluttist hann til Stykkis-
hólms, og þar andaðist hann tveim árum síðar.
Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil Sæmundar nánar. Það hefur áður verið gert
til nokkurrar hlítar.2 Séra Sæmundur var listfengur gáfumaður, en sérsinna og að
lokum svo forneskjulegur í háttum og hugsun, að jaðraði við geðveiki. Á síðari
prestskaparárum sínum átti hann í þrálátum útistöðum, ekki sízt við aðstoðarpresta
sína, en vatt sig þó frá þeim málum öllum og hélt embætti sínu, unz hann sagði af sér.
Nutímamönnum er Sæmundur eflaust kunnastur af frábæru erfikvæði, sem Bjarni
Thorarensen orti um hann látinn. Verk hans eru nú lítt um hönd höfð. Þó gerði hann
andlitsmyndir af nokkrum ágætismönnum samtíðar sinnar. Þótt sumar þeirra kunni
að vera flýtisverk og óvandaðri en skyldi, eigum við það Sæmundi að þakka, að við
getum að minnsta kosti gert okkur hugmynd um andlitsfall þeirra, sem annars mundi
ókunnugt. Sæmundur gerði líka tvær elztu myndir, sem til eru af Reykjavík. Af þeim
má ráða, hvernig byggð var háttað í verðandi höfuðborg íslands, meðan hún var enn
í reifum. Vafasamt er, hvort nokkur Islendingur hefur barið saman meira af rími
en Sæmundur. Ekki þykir sá skáldskapur þó að sama skapi góður og hann er fyrir-
ferðarmikill, og mér er mjög til efs, að nokkur maður hafi nokkru sinni lagt út í það
að lesa nema minnsta brot af þeim ókjörum.
Hér verður ekki freistað að rekja rit- eða listaferil Sæmundar almennt, en aðeins
staldrað við einn þátt hinna margvíslegu verkefna hans, kortagerðina.
Sæmundur segir sjálfur svo frá, hvernig það æxlaðist, að hann fór að gera landa-
bréf: