Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 156

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Page 156
156 handritasafn einars guðmundssonar á reyðarfirði 8vo), sem hann hefur skrifað á rímur sínar af Flórentínu fögru og rímur af Attila Húnakóngi, en báða þessa flokka átti safnið raunar fyrir með hans hendi (Lbs. 455 og 1061, 8vo og JS. 206 og 430, 8vo). Aftur á móti átti safnið ekki rímur af köppunum Gunnlaugi ormstungu og Skáld- Hrafni eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing og með hans hendi, en þær eignaðist það einmitt nú, ásamt rímum af Sneglu-Halla (Lbs. 3892, 8vo), sem áður voru til í eigin- handarriti (Lbs. 2326, 8vo). Hér er einnig kver með hendi Lýðs Jónssonar á Skipaskaga (Lbs. 3885, 8vo), þar sem hann hefur skrifað rímur sínar af Álfhildi, Lykladreng, Hrakningi Jóns Olafs- sonar og Jóni Upplendingakóngi, sem safnið átti allar fyrir í eiginhandarriti Lýðs, nema hvað ríman af Álfhildi er sködduð (ÍB. 810 og 587, 8vo og JS. 42, 8vo). Rímur Brynjólfs Þorsteinssonar í Bjarneyjum af Vígkæni kúahirði voru áður í eigu safnsins, en aðeins í eftirriti. Nú rættist úr því, eiginhandarrit skáldsins var í safni Einars (Lbs. 3854, 8vo). Rétt er að geta eins eiginhandarrits til viðbótar, þó að ekki sé þar á ferðinni rímna- handrit og skrifarinn hafi að vísu verið harla lítill rímnavinur. Það er handrit Magn- úsar Stephensens dómstjóra að sálminum „Sorglegur ársdagur 3ji jóla 1820. Afmælis- dagur okkar bróður míns amtmanns Stephensens, sem nú liggur á Líkbörum," tuttugu og fjögur vers, pr. í Viðey 1842, í Grafminningum og erfiljóðum, og fjögur síðustu versin pr. að Magnúsi látnum, 1833. Handritin í Einarssafni eru víða að af landinu, en Einar sagðist hafa fengið þau flest hjá fornbókasölum í Reykjavík og oftast goldið verð fyrir. Ýmsar sveitir eiga hér sína fulltrúa. Sum handritanna hafa verið í eigu manna, sem fátt áttu annarra hóka, önnur í eigu safnara og bókagerðarmanna. Svo er t. d. um þau handrit, sem runnin eru frá Jóni Jónssyni í Simbakoti á Eyrarbakka. Jón var fróðleiksmaður ágætur og viðaði að sér bókum og handritum víða að. Sjálfum var honum ekki sýnt um skriftir, en hann hélt aftur á móti oft skrifara til þess að rita eftir handritum, sem hann fékk lánuð með það fyrir augum, stundum langa vegu. Hann hafði um sig eins konar skrif- arahirð, og má þar nefna hirðmenn eins og Eirík Pálsson í Simbakoti, Eyjólf Sigurðs- son á Kaðlastöðum, Gunnar Jónsson í Langholti á Meðallandi, Magnús Teitsson á Eyr- arbakka, Ólaf Sigurðsson í Naustakoti, Sigurð Gíslason í Eyvakoti og Þorstein Hall- dórsson á Litlu-Háeyri. Hvaða höfðingi er ekki fullsæmdur af slíkum hirðmönnum með stílvopn í stað sverða? Og þeir skrifuðu sögur og rímur, rímur og sögur, og stöku kvæði og vísur fá að fljóta með, svona rétt til þess að nýta pappírinn sem bezt. Síðan hefur Jón látið binda handritin, flest í svart strigaband, og lánað þau gegn vægu gjaldi, svolítið upp í skrifaralaun. En hirðmennirnir og höfðingi þeirra féllu í valinn, og bæk- urnar og handritin tvístruðust að honum látnum, og „sumu hefur hann tapað í lán- um.1'1 Jón dó árið 1912, og allar götur síðan hafa handrit úr safni hans verið að tín- ast í Landsbókasafn, rétt eins og þau hafi fengið sig fullsödd á að vera úti um hvippinn 1 Bergsætt II, Reykjavík 1966, bls. 102, sbr. útg. 1933, bls. 372.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.