Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1973, Side 157
HANDRITASAFN EINARS GUÐMUNDSSONAR A REYÐARFIRÐI 157
og hvappinn og vildu fremur halda hópinn. Fjögur þessara handrita eru komin frá
Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi (Lbs. 1656, 4to og Lbs. 1832-1834, 8vo), tvö úr
safni Andrésar Johnssonar í Ásbúð (Lbs. 2784—2785, 8vo), eitt frá Gísla Jónssyni járn-
smið í Reykjavík (Lbs. 2653, 8vo), eitt úr safni Þorleifs J. Jóhannessonar í Stykkis-
hólmi (Lbs. 3586, 8vo), eitt frá Snæbirni Jónssyni bóksala (Lbs. 2995, 8vo), og nú
bætast a. m. k. sjö við frá Einari bátsmanni (Lbs. 3848, 3936, 3945, 3947, 3948, 3950
og 3951, 8vo). Gaman hefði verið að gera safni Jóns í Simbakoti betri skil, því að
handrit hans hafa vitaskuld verið miklu fleiri en borizt hafa í Landsbókasafn fram að
þessu, og hér kunna þau að vera fleiri, þó að ekki komi það fram af prentuðum skrám,
og undirritaður veit um að minnsta kosti tvö í einkaeign.
Þrjú handrit eru hér úr safni Benedikts Árnasonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd
og að því er virðist með hans hendi (Lbs. 3835, 3860 og 3908, 8vo). Benedikt bjó á
Gautsstöðum um hálfrar aldar skeið (1828-1879). Hann safnaði ýmiss konar fróð-
leik, einkum varðandi sveit sína, og átti svo gott safn bóka, að haft var eftir honum,
að hann teldi sig eiga allar þær íslenzkar bækur, sem honum væri kunnugt um, að
prentaðar hefðu verið, nema tvær. Ekki fylgir sögunni, hvaða bækur það hafa verið,
en verðmætustu bækurnar úr safni Benedikts voru seldar úr landi og komust 1 eigu
Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar.1 Nafn Benedikts var áður komið á handrita-
skrár Landsbókasafns, og þar er m. a. talin saga eftir hann, „Frá ívari Vestfirðingi“
(ÍB. 907, 8vo) og þáttur af Sveini Torfasyni á Þröm í Kaupangssveit (ÍB. 883, 8vo).
Á eitt þeirra handrita, sem áður gat (Lbs. 3908, 8vo) hefur Benedikt m. a. skrifað
ljóðmæli eftir forvera sinn á Gautsstöðum, Bjarna Árnason, sem raunar bjó þar öllu
lengur en Benedikt (1751-1804).2 Bjarni var barnlaus og hefur víst stundum saknað
þess að hafa ekki litla vinnumenn til aðstoðar við búskapinn, eins og þessi vísa ber
með sér: Borið heim tað hjá Bjarna:
Vildi eg ætti strák að stýra,
er stykki um hlaðið,
bakfattan, með breiðan svíra,
og bæri heim taðið.
Ætla mætti, að handrit af Austurlandi væru allmörg í safni Einars. Svo er þó ekki,
en nefna má sögu af Jarlmann og Hermann (Lbs. 3940, 8vo), skr. 1887 af Gísla Árna-
syni snikkara á Fjarðaröldu við Seyðisfjörð. Safnið átti fyrir eina sögubók með
hendi Gísla (Lbs. 2929, 4to). Ein sagan í því handriti er þó með hendi annars þekkts
austfirzks skrifara, Sigmundar Matthíassonar Longs, sem hvarf vestur um haf. Hand-
ritið fór að vísu sömu leið, en sneri til heimahaga sinna á nýjaleik 1945, sem gjöf frá
dr. Rögnvaldi Péturssyni í Winnipeg og konu hans.
Nærri sjötíu árum áður en Gísli Árnason skrifaði sitt kver, nánar tiltekið 1819, hef-
ur Halldór Halldórsson í Naustahvömmum í Norðfirði setið við að skrifa upp rímur
1 Svalbarðsstrandarbók, Akureyri 1964, bls. 282. Árbók Þingeyinga, Akureyri 1971, bls. 51-52.
2 Svalbarðsstrandarbók, Akureyri 1964, bls. 282.