Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 14
14 EINAR G. PÉTURSSON millitíðinni hafði Hemingsen hrakist úr embætti vegna rangra trúarskoðana. Fróðlegt væri því að bera saman þessar útgáfur og athuga, hvort einhverjar breytingar séu á kenningunni. Einnig má spyrja, hvort og þá hvaða munur væri á málfæri útgáfnanna. A næstu árum lét Guðbrandur prenta nokkrar bækur m. a. eina í þýðingu Ólafs Hjaltasonar og Guðspjallabók, þ. e. Evangelía, pistlar og kollektur. Seinni bókin er prentuð varðveitt í einu eintaki óheilu. Aftur á móti er texti bókarinnar heill í uppskrift, Lbs. 1235, 8vo, með hendi Jóns lærða Guðmundssonar. Petta er ekki eina dæmið um, að texti úr prentaðri bók sé aðeins varðveittur í handriti. Merkust bóka frá þessum árum var lögbókin, Jónsbók, sem útgefin var 1578 og tvisvar endurprentuð á næstu árum. Meðal varðveittra eintaka eru tvö sem prentuð voru á skinn. Þótt Guðbrandur ætti ekki beinan hlut að þeirri útgáfu, verður að telja hann mikinn lagamann. Árið 1580 voru á Hólum fyrstu rit úr biblíunni prentuð á Islandi en það voru Orðskviðir Salomons og Jesús Sýrak í þýðingu Gissurar biskups Einarssonar, sem dó 1548. Sýrak er ekki lengur í okkar biblíu og er sennilega mörgum þekktastur af tilvitnunum Gríms meðhjálp- ara í Manni og konu. Síðar lét Guðbrandur yrkja rímur út af Sýrak, og voru þær prentaðar í Vísnabókinni 1612 er síðar getur. Báðar þessar bækur hafa verið gefnar út vísindalega af Dananum Chr. Westergárd-Nielsen.16 Þar er mikil rannsókn á handritum, prentun- um og textunum sem þýtt var eftir. Nú er rétt að víkja að biblíunni í heild. Hún var á kaþólskum tíma ekki þýdd í heild á íslandi eða Noregi, en fremsti hluti Gamla testamentisins til loka 2. Konungabókar var þýddur nokkuð hreinn eða með skýringum og er þessi þýðing nefnd Stjórn.17 Tilvitnunum í biblíuna í fornum kristilegum bókmenntum hefur I. J. Kirby safnað.18 Frumkvöðlar siðaskiptanna hafa snemma ætlað sér að þýða biblíuna alla og sýna snögg handtök Odds Gottskálkssonar það. Oddur er 16 Þessar bækur eru 15. og 16. bindi í Bibliotheca Arnamagnœana. Fyrri bókin heitir: Gissur Einarssons islandske oversœttelse af Ecclesiasticus og Prouerbia Salomonis. 1955. Ritgerðin um þessi rit heitir: To bibelske visdomsboger og deres islandske overlevering. En filologisk studie over Ecclesiasticus og Prouerbia Salomonis i det 16. árhundrede. 1957. 17 Stjórn. Gammelnorsk Bibelhistorie fra Verdens Skabelse til det Babyloniske Fangenskab. Udg. af C. R. Unger. Christiana 1862. Aðalhandrit Stjórnar, AM 227fol., var gefið út ljósprentað 1956 af Didrik Arup Seip sem 20. og seinasta bindi í ritröðinni: Corpus codicum Islandicorum medii aevi. Mikilla rannsókna er þörf á uppruna Stjórnar og áhrifum. Væntanleg er ljósprentun í litum hjá bókaútgáfunni Lögbergi og Stofnun Árna Magnússonar með inngangi eftir doktor Jakob Benediktsson og doktor Selmu Jónsdóttur. 18 Ian J. Kirby. Biblical quotation in Old Icelandic-Norwegian religious literature. Rv. 1976—f 1982]. 2 bindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.