Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 69
LANDSBÓKASAFNIÐ 1984 69 3) Taki bókaverzlanir upp tölvubúið kerfi, er tölumerking for- senda þess. Þar sem hverri bók er úthlutað númer, er hægt að fylgjast með því, hvernig tölusettar bækur berast í prentskilum. Það stuðlar auðvitað að öruggari skilum. Af þessum sökum er ljóst, að tölumerking bóka er til þæginda og öryggis bæði útgefendum og Landsbókasafni. Sótt var á árinu um starfsmann og nokkurt fé til að geta sinnt umræddri tölumerkingu bóka, en við þeirri beiðni var ekki orðið. DEILD ERLENDRA Eins og frá segir í kaflanum um starfslið, RITA urðu mannaskipti í deildinni. Aðalheiður Friðþjófsdóttir lét af störfum, en við tók Gísli Ragnarsson. Hann vann m. a. að Samskrá um erlend tímarit í íslenzkum bókasöfnum og stofnunum. Ætlunin er að steypa saman allsherjarskránni frá 1978 og viðaukanum 1980, jafnframt því sem skráin verður færð í nýtt horf, þannig að viðbætur allar og breytingar síðan 1980 komi fram. Erlendi tímaritakosturinn birtist ennfremur að hluta í norrænu samskránni, Nordisk samkatalog över periodica (NOSP), en umsjón með þátttöku okkar í henni hafa þeir haft lengi, Þorleifur Jónsson að hálfu Landsbókasafns og Þórir Ragnarsson frá Háskólabókasafni. Gísli Ragnarsson annaðist einnig gæzlu og afgreiðslu á aðallestrar- sal, einkum ásamt Jeffrey Cosser, er jafnframt sá um hinn erlenda tímaritakost safnsins. Agnar Þórðarson annaðist sem fyrr útlán (þ. e. heimlán) erlendra rita og var salvörðum til aðstoðar. Halldór Þorsteinsson hafði umsjón með ritum Sameinuðu þjóð- anna og ýmissa annarra alþjóðstofnana, auk þess sem hann var gjaldkeri safnsins. Skjöldur Eiríksson var lausráðinn í hálfa stöðu, og flytur hann rit til og frá bókageymslum utan safns, en sér jafnframt um uppröðun rita, sem léð hafa verið á lestrarsali. Þótt Samskrá um erlendan ritauka hafi ekki verið gefin út um hríð, er spjaldskrá um hann haldið saman eftir sem áður í samvinnu við á annan tug safna, og sér Aslaug Ottesen sem fyrr í hlutastarfi um þennan þátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.