Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 56
56 ÞRJÚ BRÉF RÖGNVALDS ÁG. ÓLAFSSONAR En aðalverk hans er Vífilstaðahælið; hann hafði brennandi áhuga fyrir því; meðan á byggingunni stóð, tók það allan hans hug; óþreytandi og með þeirri samvizkusemi, sem einkenndi öll hans verk, vann hann með líf og sál að því, að gera allt sem bezt fyrir sjúklingana, gera húsið eins vandað og traust í alla staði eins og kostur var á.“ En heilsa hans og starfsþrek fór nú enn dvínandi, og svo fór að lokum, að hann leitaði athvarfs á Vífilsstaðahælinu, þar sem hann lézt, sem fyrr segir, 14. febrúar 1917 aðeins 42 ára gamall. í 2. hefti Tímarits Verkfræðingafélags íslands segir frá því, að stjórn félagsins áformi „í sameiningu við bekkjarbræður, vini og samverkamenn Rögnvalds heitins Ólafssonar húsameistara að gangast fyrir því, að honum verði gjörð minningartafla úr bronce, er sett verði upp á Vífilsstaðahælinu, og hefur fengið leyfi stjórnarráðs- ins til þess. Ríkharður Jónsson gerir uppdrátt að töflunni.11 Ljósmynd er hér birt afverki Ríkharðs, en seinast fara svo umrædd þrjú bréf til Guðmundar Finnbogasonar. Reykjavík, 4. febrúar 1897. Kæri vin: Ég óska þér allra heilla og hamingju á nýja árinu og þakka þér jafnframt fyrir allt gott og gamalt. Það er sagt, að bón fylgi bréíi hverju, en hvort það er satt, veit ég ekki; en hitt er víst, að sannleikur er það að því, er þetta bréf snertir. Ég bið þig semsé að gera svo vel að útvega mér „program kunstakademíunnar“ í Kaupmannahöfn, helzt sem fyrst. Svo er mál með vexti, að ég hefi allmikið gaman af húsgerðarlist, og þætti mér því gaman að vita, hve langan tíma þarf til að nema liana. Ég þykist nú viss um, að „arkitektur“ muni vera kennd á listaskólanum í Höfn eins og aðrar fagrar listir, og væri ég þá ekki frá því að „studera“ hana, ef það er ekki mjög dýrt eða langvinnt. Fari nú svo, að „programmið" fáist ekki, vildi ég biðja þig að grennslast eftir, hvernig kennslunni í byggingarlist er háttað, hver inntökuskilyrðin í skólann eru og annað það, er þar að lýtur. Bið ég þig að gera svo vel að láta mig vita, ef þú kostar nokkru til að verða við bón minni. Eitthvað held ég, að ég verði nú að segja þér í fréttum, þótt ég á hinn bóginn varla viti, hvað jaað á að vera; mér sýnist það svo skrambi snubbótt, sem komið er. Fyrst dettur mér þá í hug að drepa á skólann okkar. Það er nú reyndar ekki margt markvert úr honum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.