Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 56
56 ÞRJÚ BRÉF RÖGNVALDS ÁG. ÓLAFSSONAR En aðalverk hans er Vífilstaðahælið; hann hafði brennandi áhuga fyrir því; meðan á byggingunni stóð, tók það allan hans hug; óþreytandi og með þeirri samvizkusemi, sem einkenndi öll hans verk, vann hann með líf og sál að því, að gera allt sem bezt fyrir sjúklingana, gera húsið eins vandað og traust í alla staði eins og kostur var á.“ En heilsa hans og starfsþrek fór nú enn dvínandi, og svo fór að lokum, að hann leitaði athvarfs á Vífilsstaðahælinu, þar sem hann lézt, sem fyrr segir, 14. febrúar 1917 aðeins 42 ára gamall. í 2. hefti Tímarits Verkfræðingafélags íslands segir frá því, að stjórn félagsins áformi „í sameiningu við bekkjarbræður, vini og samverkamenn Rögnvalds heitins Ólafssonar húsameistara að gangast fyrir því, að honum verði gjörð minningartafla úr bronce, er sett verði upp á Vífilsstaðahælinu, og hefur fengið leyfi stjórnarráðs- ins til þess. Ríkharður Jónsson gerir uppdrátt að töflunni.11 Ljósmynd er hér birt afverki Ríkharðs, en seinast fara svo umrædd þrjú bréf til Guðmundar Finnbogasonar. Reykjavík, 4. febrúar 1897. Kæri vin: Ég óska þér allra heilla og hamingju á nýja árinu og þakka þér jafnframt fyrir allt gott og gamalt. Það er sagt, að bón fylgi bréíi hverju, en hvort það er satt, veit ég ekki; en hitt er víst, að sannleikur er það að því, er þetta bréf snertir. Ég bið þig semsé að gera svo vel að útvega mér „program kunstakademíunnar“ í Kaupmannahöfn, helzt sem fyrst. Svo er mál með vexti, að ég hefi allmikið gaman af húsgerðarlist, og þætti mér því gaman að vita, hve langan tíma þarf til að nema liana. Ég þykist nú viss um, að „arkitektur“ muni vera kennd á listaskólanum í Höfn eins og aðrar fagrar listir, og væri ég þá ekki frá því að „studera“ hana, ef það er ekki mjög dýrt eða langvinnt. Fari nú svo, að „programmið" fáist ekki, vildi ég biðja þig að grennslast eftir, hvernig kennslunni í byggingarlist er háttað, hver inntökuskilyrðin í skólann eru og annað það, er þar að lýtur. Bið ég þig að gera svo vel að láta mig vita, ef þú kostar nokkru til að verða við bón minni. Eitthvað held ég, að ég verði nú að segja þér í fréttum, þótt ég á hinn bóginn varla viti, hvað jaað á að vera; mér sýnist það svo skrambi snubbótt, sem komið er. Fyrst dettur mér þá í hug að drepa á skólann okkar. Það er nú reyndar ekki margt markvert úr honum að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.