Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 39
MÓÐURMÁLIÐ OG HEILÖG RITNING 39 Skyldleikinn við hreyfmgu Lúthers síðar í Þýzkalandi kemur í Ijós, er vér kynnumst því, að bændauppreisn sú, er hófst á Englandi 1381, var af ýmsum rakin til Wycliffes, þó að kenningar hans í þjóðfélags- málum hafi varla náð til almennings. Móðurmálið sendir gullskál Guðs orðs á andans borð hins ríka — jafnt sem hins fátæka — hins lærða sem hins fáfróða. Augnaráð fylgir mér alla ævi. Það er frá því fyrir 55 árum, er ég fór með á gagnfræðaprófi fyrir Jakob Jóhannesson Smára þetta erindi Matthíasar um móðurmálið, er eins gæti heitið Biblían og móðurmálið: „Það hefur voðaþungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri’ og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar Ijós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, fréttaþráður af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda.“ Þýzkur bíblíuþýðandi hefur sagt: „Vér keppum eigi við Lúther, hinn óviðjafnanlega meistara, en vér reynum að klæða hugsun frumtextans viðeigandi orðum móðurmáls vors.“ Spurningin er: Hvaða orð eru viðeigandi? Lúther sagði: „Þýddi ég Jobsbók orði til orðs, skildi enginn, hvað Job væri að fara.“ Og einnig: „Það er ekkert spaug að láta spámennina tala þýzku.“ Tímans kröfur á hendur orðinu eru miklar. Umræða dagsins nú. En orðið á einnig sínar kröfur á hendur tímanum. Ein öld er þess umkomin að skapa orð, sem engin þeirra má án vera. Biblíuútgáfa Guðbrands Þorlákssonar 6. júní 1584 á sér margra alda aðdraganda. Margt er þar órannsakað. Nú er í undirbúningi ný útgáfa hinnar gömlu biblíuþýðingar Stjórnar. Þar mun gefast grund- völlur nýrrar athugunar á orðfæri Odds Gottskálkssonar, og í einu mesta bókasafni heims mun vera geymt ókannað handrit íslenzkrar biblíuþýðingar frá siðbótartímanum. Þegar rætt er um frumgerðir íslenzkrar biblíuþýðingar beinist athyglin mjög að Gissuri biskupi Einarssyni. Það er varla tilviljun, að orðið móðurmál kemur einna fyrst fyrir hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.