Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 59
TIL GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR 59 En mér fór sem mörgum öðrum: Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Pað er í alla staði satt, að ég hefi alltaf haft löngun til að nema húsgerðarlist, sem menn svo kalla, en hins vegar virzt það ókleift kostnaðarins vegna, því að mér var um engan styrk kunnugt, nema ef til vill alþingis. Ég er og nokkuð brjóstveill, og bætti það ekki um, þar sem lækni lízt ekki á, að ég sigli. Af öllu þessu réð ég af að fara þá leiðina, sem mér gazt annars einna skást að, og því er ég nú kominn á prestskólann. Þar býst ég við að sitja í vetur. En samkvæmt upplýsingum ykkar Krabbe’s reyni ég líklega að hafa mig til vegar í vor. Ég ímynda mér semsé, að mér sé til einskis að halda til Hafnar upp á þetta á miðjum vetri, enda hefi ég ekki fé til þess. Svo þarf ég helzt að vera hér nærri - ímynda ég mér -, ef ég sæki um styrk til alþingis og gæti líklega fengið þingskriftir. - Það er auðvitað lítið tilreynt enn á prestaskólanum, en heldur mundi ég kjósa „Architektur“ en guðfræði, þótt hún sé að mörgu leyti merkileg og interessant. — En til þess nú að fá námsstyrk hér í vetur verð ég að gera „gode Miner til slet Spil“ og varast að láta þá theologana finna bilbug á mér. Læt ég því ekkert á þessum bollaleggingum bera við aðra en þá, sem ég trúi fyrir því. Svo þakka ég þér kærlega fyrir allar upplýsingarnar og þinn hlýja hug, því að slíkt er fremur fágætt og ég finn mig í alla staði óverðan slíkrar hluttekningar. Annars er fremur fátt um tíðindi héðan. A prestaskólanum erum við 6 nýir, tveir af þeim stúdentar frá í fyrra, Sigurður Kristjánsson og Jón Jóhannesen, en 4 síðan í vor, sem sé Asgeir Asgeirsson, Lárus Halldórsson, Stefán Björnsson og ég. í miðdeild er Jón Brandsson einn, en í elztu deild enginn. Þar átti Þorsteinn Björnsson að vera, en kemur ekki sökum veikinda. Hann er að'sögn varla með réttu ráði. Ásgeir Ásgeirsson giftist í haust og er þess konar allmikið nýnæmi. Þú fréttir nú lát Sigurðar Péturssonar ingeniörs, og var skaði að honum. Er nú enginn til að takast starfa hans á hendur í húsabóta- málinu. Vera má, að það gæti greitt fyrir mér — „eins dauði er annars líf‘. Fyrirgefðu nú pistilinn, svo þunnur sem hann er. Kærar þakkir fyrir bréf þitt, og í von um annað við tækifæri kveð ég þig með beztu óskum. Þinn. einl. Rögnvaldur Ág. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.