Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 5
EINAR G. PÉTURSSON Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans Landsbókasafn íslands og Þjóðminjasafn íslands stóðu að sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins um Guðbrand biskup Þorláksson og bókaútgáfu hans í tilefni af því að íjögur hundruð ár voru liðin frá prentun Guðbrandsbiblíu. Sýning þessi stóð frá 10. nóvember 1984-3. febrúar 1985. Engin sýningarskrá var því miður gerð fyrir þessa sýningu, enda stóð prentaraverkfall yfir, meðan á undirbúningi hennar stóð. Sem nokkur sárabót var fluttur í Þjóðminjasafni 30. janúar 1985 fyrirlestur sá, sem hér birtist lítt breyttur, en neðanmálsgreinum var aukið við til útskýringar og fyllingar. I Nú á næstliðnu ári voru liðin 400 ár frá fyrstu útgáfu biblíunnar á íslensku. Þess var minnst með margvíslegum hætti, enda er Guð- brandsbiblía óneitanlega mesta afrek í íslenskri bókagerð, ef miðað er við tæknilegar aðstæður og fjárhagslegt bolmagn. Hér verður reynt að geta Guðbrands með nokkuð öðrum hætti en flestir aðrir hafa gert sem um hann fjölluðu á liðnu ári. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir upphaíi prentlistarinnar um miðja 15. öld, eða föður hennar Jóhanni Gutenberg, en prentlistin barst skjótt til annarra landa, t. d. Danmerkur 1482 og Svíþjóðar 1483. Til íslands lét Jón biskup Arason flytja prentsmiðju um 1530, en nákvæmt ártal er óvíst.1 Heimildir eru tvær bækur, sem Jón Arason lét prenta, en báðar eru þær glataðar. í úttekt Hólastóls 1550 eftir aftöku Jóns biskups Arasonar voru til 17 eintök af Breviarium Holense, tíðasöngsbók á latínu sem Jón lét prenta 1534, en 1569 voru þau aðeins tvö. Seinasta heila eintak þessarar bókar brann ásamt hluta afsafni Arna Magnússonar 1728. í Konungsbókhlöðu í Svíþjóð 1 Yfirlit um heimildir fyrir því, hvenær prentsmiðja kom til fslands, og mat á þeim, hafa t. d. gert: Einar Sigurðsson. Saga íslengkrar þrentunar og bókaútgáfu. Agriþ. 2. útg. Rv. 1971. s. 3-5. Sigurður Ægisson. „Fyrsta prentverk á íslandi." (Lesbók Morgunblaðsins. 60 (1985) 10. tbl. (16. mars), s. 12—14, sbr. einnig 11. tbl. (23. mars), s. 10-11).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.