Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 5
EINAR G. PÉTURSSON Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans Landsbókasafn íslands og Þjóðminjasafn íslands stóðu að sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins um Guðbrand biskup Þorláksson og bókaútgáfu hans í tilefni af því að íjögur hundruð ár voru liðin frá prentun Guðbrandsbiblíu. Sýning þessi stóð frá 10. nóvember 1984-3. febrúar 1985. Engin sýningarskrá var því miður gerð fyrir þessa sýningu, enda stóð prentaraverkfall yfir, meðan á undirbúningi hennar stóð. Sem nokkur sárabót var fluttur í Þjóðminjasafni 30. janúar 1985 fyrirlestur sá, sem hér birtist lítt breyttur, en neðanmálsgreinum var aukið við til útskýringar og fyllingar. I Nú á næstliðnu ári voru liðin 400 ár frá fyrstu útgáfu biblíunnar á íslensku. Þess var minnst með margvíslegum hætti, enda er Guð- brandsbiblía óneitanlega mesta afrek í íslenskri bókagerð, ef miðað er við tæknilegar aðstæður og fjárhagslegt bolmagn. Hér verður reynt að geta Guðbrands með nokkuð öðrum hætti en flestir aðrir hafa gert sem um hann fjölluðu á liðnu ári. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir upphaíi prentlistarinnar um miðja 15. öld, eða föður hennar Jóhanni Gutenberg, en prentlistin barst skjótt til annarra landa, t. d. Danmerkur 1482 og Svíþjóðar 1483. Til íslands lét Jón biskup Arason flytja prentsmiðju um 1530, en nákvæmt ártal er óvíst.1 Heimildir eru tvær bækur, sem Jón Arason lét prenta, en báðar eru þær glataðar. í úttekt Hólastóls 1550 eftir aftöku Jóns biskups Arasonar voru til 17 eintök af Breviarium Holense, tíðasöngsbók á latínu sem Jón lét prenta 1534, en 1569 voru þau aðeins tvö. Seinasta heila eintak þessarar bókar brann ásamt hluta afsafni Arna Magnússonar 1728. í Konungsbókhlöðu í Svíþjóð 1 Yfirlit um heimildir fyrir því, hvenær prentsmiðja kom til fslands, og mat á þeim, hafa t. d. gert: Einar Sigurðsson. Saga íslengkrar þrentunar og bókaútgáfu. Agriþ. 2. útg. Rv. 1971. s. 3-5. Sigurður Ægisson. „Fyrsta prentverk á íslandi." (Lesbók Morgunblaðsins. 60 (1985) 10. tbl. (16. mars), s. 12—14, sbr. einnig 11. tbl. (23. mars), s. 10-11).

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.