Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 37
EIRÍKUR J. EIRÍKSSON Móðurmálið og Heilög ritning Þegar ítali einn tók sér fyrir hendur að þýða skáldverkið „Vesaling- ana“, reit höfundurinn, Victor Hugo, honum bréf, þar sem hann segir ritverk sitt ætlað öllum mönnum og þjóðum. Það segi: „Eg ber að dyrum yðar. Ég á erindi við yður.“ Um enga bók á þetta við eins og Heilaga ritningu. Móðurmálið og hún eiga samleið. „Móðurmálið á hjartans hreim.“ Nær til hjartans umfram allt, orti Grundtvig forðum. „Frá hjartanu.“ Löngum skýrt þannig. Mál móðurinnar er það. En í því felst einnig, að það er aðalmálið, svo sem samsetta orðið móðurkirkja. Móðir getur og verið síðari liðurinn. Þannig er grunnmóðir til í máli norskra fiskimanna við Lófót og er heiti á öldu, er rís hæst, og móðuralda er til í fornmáli Hjaltlendinga og táknar eins konar undiröldu, er stefnir til lands og var þannig sjómönnum áður áttaviti. I Laurentius sögu er nokkur skýrgreining móðurmálshugtaksins. Biskuparnir Jón Halldórsson og Laurentius Kálfsson eiga með sér sáttafund. „Byrjaði Jón biskup sitt mál með latínu, segjandiþeim, sem skildu, hvat fram hafði farit. . .“ Herra Laurentius talaði á norrænu: „Vita menn þat, herra Jón, at yðr er svo mjúkt latínu at tala sem móðurtungu yðra, en þó skilr þat ekki alþýða, ok því tölum svo ljóst, at allir megi skilja. . . “ Orðið í Laurentius sögu er raunar móðurtunga, og er það einnig í Tómasar sögu erkibiskups og í Maríu sögu. Orðið móðurmál kemur ekki fyrir í fornu máli íslenzku. Móðurland er í vísu Jóns Arasonar, og þar stendur: „mekta eg móðurlegt málfar—.“ Þá má minna á, að í latínu kemur fyrir árið 1189 í sambandi við móðurmálið atviksorðið „maternaliter“. Cicero notar „sermo patrius“ (,,foðurmál“) um hugtakið og þá sem andstæðu vísindamáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.