Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 37
EIRÍKUR J. EIRÍKSSON Móðurmálið og Heilög ritning Þegar ítali einn tók sér fyrir hendur að þýða skáldverkið „Vesaling- ana“, reit höfundurinn, Victor Hugo, honum bréf, þar sem hann segir ritverk sitt ætlað öllum mönnum og þjóðum. Það segi: „Eg ber að dyrum yðar. Ég á erindi við yður.“ Um enga bók á þetta við eins og Heilaga ritningu. Móðurmálið og hún eiga samleið. „Móðurmálið á hjartans hreim.“ Nær til hjartans umfram allt, orti Grundtvig forðum. „Frá hjartanu.“ Löngum skýrt þannig. Mál móðurinnar er það. En í því felst einnig, að það er aðalmálið, svo sem samsetta orðið móðurkirkja. Móðir getur og verið síðari liðurinn. Þannig er grunnmóðir til í máli norskra fiskimanna við Lófót og er heiti á öldu, er rís hæst, og móðuralda er til í fornmáli Hjaltlendinga og táknar eins konar undiröldu, er stefnir til lands og var þannig sjómönnum áður áttaviti. I Laurentius sögu er nokkur skýrgreining móðurmálshugtaksins. Biskuparnir Jón Halldórsson og Laurentius Kálfsson eiga með sér sáttafund. „Byrjaði Jón biskup sitt mál með latínu, segjandiþeim, sem skildu, hvat fram hafði farit. . .“ Herra Laurentius talaði á norrænu: „Vita menn þat, herra Jón, at yðr er svo mjúkt latínu at tala sem móðurtungu yðra, en þó skilr þat ekki alþýða, ok því tölum svo ljóst, at allir megi skilja. . . “ Orðið í Laurentius sögu er raunar móðurtunga, og er það einnig í Tómasar sögu erkibiskups og í Maríu sögu. Orðið móðurmál kemur ekki fyrir í fornu máli íslenzku. Móðurland er í vísu Jóns Arasonar, og þar stendur: „mekta eg móðurlegt málfar—.“ Þá má minna á, að í latínu kemur fyrir árið 1189 í sambandi við móðurmálið atviksorðið „maternaliter“. Cicero notar „sermo patrius“ (,,foðurmál“) um hugtakið og þá sem andstæðu vísindamáls.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.