Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 8

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 8
VISBENDING arfirði ásamt tilheyrandi veiðiheimildum, sem voru í rýrara lagi. Þetta var ísfisktogari, sem hafði legið bundinn við bryggju mánuðum sam- an. Mig minnir, að verðið hafi verið um 130 mkr. Honum var svo breytt með talsverðum kostnaði í fullvinnsluskip og gefið nafnið Venus. Þetta skip hafði staðið til boða hverjum þeim sem var reiðu- búinn að greiða uppsett verð. Bæjarútgerðin átti þá tvo aðra togara og fannst mér, að viðsemjendur okkar vildu gjaman selja okkur þá líka. - Haustið 1988 gerðist það, að Vogun hf., fjárfestingarfélag í einkaeigu Hvals hf. hafði frumkvæði að því að mynda hóp fjögurra fyrirtækja, sem buðu f 78% hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Grandi hafði orðið til þremur ámm áður við sammna Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og Isbjamarins hf. Aðrir hluthafar Granda voru þá Olís hf. og fyrrum eigendur Isbjamarins. Með okkur við til- boðsgerðina voru Hampiðjan hf., Sjóvátryggingarfélag Islands hf. og Venus hf. Hlutur Reykjavíkurborgar fékkst keyptur fyrir 500 mkr., og fólst í því verði, að allt eigið fé væri metið á 640 mkr. Þar sem yfirteknar skuldir námu um 1.610 mkr. var kaupverð alls eignasafnsins 2.250 mkr. Við þessi kaup eignaðist Vogun rúmlega 45% í Granda. Hlutdeild Vogunar hefur svo minnkað smám sam- an, þegar hlutafé Granda hefur verið aukið í áföngum og fleiri hafa komið inn í félagið. Það var frá upphafi vilji okkar, fulltrúa Vogun- ar, að reyna að dreifa eignaraðildinni, þ.e. að fá inn fjárfesta, sem hefðu áhuga á að eiga hlut í Ijölþættu sjávarútvegsfyrirtæki. Því má svo bæta við, að fyrir tæpum tveimur árum samdist svo um, að Grandi hf. keypti togarann Venus af Hval hf. ásamt þeim veiði- heimildum, sem honum voru markaðar. KvótakeiTið - úthlutun og eigendaskipti Enn er klifað á því, að útgerðarmenn hafi fengið kvótann á silf- urfati, endurgjaldslaust. Sumir eiga eingöngu við þá útgerðar- menn, sem fengu úthlutað veiðirétti við fyrstu úthlutun, í ársbyrjun 1984, á grundvelli veiðireynslu undanfarandi þriggja ára og svo aft- ur og aftur þegar lög með takmarkaðan gildistíma voru endumýjuð. Aðrir eiga við alla útgerðarmenn í dag, án tillits til þess hvort veiði- heimildimar, sem úr er spilað, hafi að einhverju eða öllu leyti verið keyptar á markaði.Við sem stöndum að Vogun hf. teljum okkur hafa goldið íbúum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fullt verð fyrir þær veiðiheimildir, sem rekja má til viðskiptanna við þá á sínum tíma og að líta verði svo á, að seljendur hafi verið í fullum rétti til að selja umrædd réttindi. Annað mál er vissulega, að bagaleg óvissa hefur ávallt verið um, í hverju þau réttindi hafa verið fólgin, og kannski var það þess vegna sem verð á aflaheimildum á fyrstu ámm kvóta- kerfisins var svo afar lágt f samanburði við það, sem síðar varð. Og frá þessum viðskiptum við sveitarfélögin var gengið áður en upp rann árið 1990, þegar fyrst var komið fyrir ákvæði í 1 .gr. laga um fiskveiðistjómun, að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndaði „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra að- ila yfir veiðiheimildum“. Fyrir nokkmm ámm var við sérstaka skoðun komist að því, að frá því að kvótakerfið var upp tekið hefðu orðið eigendaskipti að um 80% aflaheimilda. Við uppgjör í dag væri talan vissulega hærri. Hvað varðar aflaheimildir, sem Granda var síðast úthlutað, telst mér svo til, að í hæsta lagi 3,7% hlutafjár- ins séu í eigu aðila, sem geti hafi setið að útdeilingunni í ársbyrjun 1984. - Það hafa ekki allir, sem hafa yfirgefið kvótakerfið, eftir að hafa notið fyrstu úthlutunarinnar, farið út með „fullar hendur f]ár“. Sumir urðu gjaldþrota. Samkomulag um gjaldtöku keim sem annt er um réttlæti er mikill vandi á höndum, þegar kemur að því að taka afstöðu til þess, hvort taka beri gjald fyrir veiðirétt, og ef svo, hvemig ætti að haga gjaldtöku. Það mun vera nær ágreiningslaust, að ákvæðið í I. gr. laga um stjóm fiskveiða, að nytjastofnamir séu sameign þjóðarinnar, hafi ekki aðra merkingu en sem almenn stefnuyfirlýsing löggjafans um rétt og skyldu til að skipuleggja nýtingu auðlindarinnar, en hún sé án efnislegs innihalds að eignarrétti. Það svigrúm sem er til breytinga á lögum og reglum um stjóm fiskveiða hefur skýrst eftir dóm Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu og svo með greinargerð „endurskoðunamefndarinnar", sem sjávarútvegsráðherra skipaði í september ái ið 1999. Fram er komin skarpari sýn á þann þátt, sem áunnin atvinnuréttindi skipa í allri um- ljöllun um þetta efni. Ég leyfi mér að vitna í greinargerð meirihluta endurskoðunamefndar: „Við mat löggjafans á úthlutunarfonni í öndverðu skipti það grundvallarmáli að löggjafanum bar skylda til að taka tillit til stjómarskrárvarinna atvinnuréttinda þeirra aðila sem vom í greininni og höfðu fjárfest í henni, en þurftu síðan að sæta allatakmörkunum. Það hvorki stóðst né stæðist nú áskilnað 72. gr. stjómarskrár, að bylta eða breyta kerfinu án tillits til þessa og svipta þá aðila sem starfa í greininni þessum réttindum bótalaust." Meiri- hluti nefndarinnar lagði til, að við árlega úthlutun yrði lagt á gjald, sem byggt yrði á afkomu í fiskveiðum. Ennfremur kynnti meirihlut- inn mjög áhugaverða hugmynd um langtímasamninga um afnota- rétt. Með lögum sem sett voru í maí 2002 var ákveðið að fara svip- aða leið við gjaldtöku og meirihluti endurskoðunamefndar lagði til. Eftir atvikum líst mér vel á þessa tilhögun og er sorglegt, að ekki skuli hafa tekist víðtækari sátt um hana meðal stjómmálamanna en raun ber vitni. Það ætti að vera útgerðarmönnum metnaðarmál að standa undir hæfilegum kostnaði við fiskirannsóknir og rekstur stjómkerfis greinarinnar. Veiðigjaldið - skrítinn útreikningur Veiðigjaldið, sem á að nema sérstaklega útreiknaðri krónutölu á hvert kg. þorskígildis, verður lagt á í fyrsta skipti hinn 1. sept- ember á næsta ári. Til grundvallar gjaldinu er stofn, sem er aflaverð- mæti skipaflotans á undangengnu einu ári, sem lýkur 30. apríl, að frá- dregnum þremur reiknuðum gjaldaliðum: olíukostnaði, launum og öðmm rekstrarkostnaði. Mér skilst, að fýmingarafskriftir séu ekki innifaldar í öðmm rekstrarkostnaði. Ef rétt er, finnst mér vanta í for- múluna tvo mikilvæga frádráttarliði: annars vegar fymingarafskrift og svo bæði vaxtagjöld af lánstjármagni og reiknaðan kostnað af eig- in fé eða þá reiknaðan kostnað af fjánnagni í heild. Þessar leiðrétting- ar sýnist mér vera rökrétt að gera, hvort sem verið er með veiðigjald- inu að mæta útlögðum kosmaði ríkisins eða það hugsað sem skatt- lagning á hluta af auðlindararðinum, rentunni. Rentan er það sem tekjur fara fram úr öllum kostnaði við tekjuöflunina. Vegna þessara ágalla er veiðigjaldið í rauninni þungbærara en það sýnist vera með töxtunum, sem í gildi em: 6% á fyrsta ári og svo hækkandi í 9,5% árið 2009. - Svo finnst mér það reyndar annmarki á formúlunni, að andvirði afla sem fæst utan lögsögu Islands skuli tekið með að fullu í aflaverðmæti flotans. Þama er m.a. um að ræða veiðar á karfa á Reykjaneshrygg, sem að því er íslensk skip varðar, fara að talsverðu leyti fram okkar megin landhelgislínunnar, veiðar á kolmunna og veiðar á norsk-íslenskri síld. Þessar veiðar hafa um sitthvað sérstöðu. Þær hófust eftir upphaf kvótakerfisins. íslenskar útgerðir höfðu fmmkvæði án nokkurs sérstaks stuðnings stjórnvalda og hafa jafnvel þurft að leggja í mikinn viðbótarkostnað til þess að nýta tækifærin, sem um er að ræða. Þau eiga í samkeppni við erlendar útgerðir, sem alls ekki er gert að greiða sams konar veiðigjald og þeim íslensku, nema síður sé. Meðal skipa, sem stunda veiðai' á Reykjaneshrygg, em skip sem hafa ár eftir ár komist upp með að stunda veiðar, án þess að hafa fengið til þess leyfi frá þar til bæru yfirvaldi, og valda þar með tjóni bæði á fiskistofninum og á afurðamörkuðum. 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.