Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 39

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 39
Björn Þórðarson varð ráðherra árið 1942 af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi gátu sjálfstæðismenn og framsóknar- menn ekki náð saman í ríkisstjórn og í öðru lagi var hann svonefndur lögskilnað- armaður, en þeir vildu ekki rjúfa sam- bandið við Dani meðan á heimstyrjöld- inni stæði. Sveinn Björnsson sem hafði gegnt embætti rikisstjóra frá árinu 1941 var þeirrar skoðunar, öndvert við stærstan hluta þjóðarinnar, að menn skyldu fara hægt í sakirnar í sjálfstæðismálinu. Björn var lögfræðingur að mennt og gegndi ýmsum lögfræðistörfum frá því að hann lauk próft árið 1908 þar til hann varð for- sætisráðherra. Hann hafði ekki skipt sér af pólitík að ráði nema með innleggi sínu í sjálfstæðismálinu en var talinn fram- sóknarmaður. Stjórn hans varð fyrsta og eina utanþingstjórnin sem starfað hefur hér á landi þó að nokkrir ráðherrar hafi verið utan þings. Ómögulegt reyndist að mynda stjórn á þinginu og ríkisstjóri taldi sér þennan kost einan færan. Með Birni í stjórninni voru skipað- ir nokkrir menn, sinn úr hverjum flokki. Þó að Alþingi hafi ekki tekist að mynda stjórn sjálfu var það ekki ánægt með utanþings- stjórnina. Þrjú mál settu svip sinn á stjórnartíð Björns Þórðarson- ar, sjálfstæðismálið, en það var leitt til lykta 17. júní árið 1944, hernámið og verðbólgan. Árið 1943 lagði stjórnin fyrir þingið frumvarp um ráðstafanir í dýrtíðarmálum, en þingið gerbreytti því og forsætisráð- herra sagði í kjölfarið að hann hefði þá talið að þingið ætti að tilnefna nýja stjórn. Það varð þó ekki og margir telja að enginn stjórnmálaforingja á Alþingi haft getað unnt neinum hinna að vera forsætisráð- herra þegar lýðveldi yrði stofnað. Það styður þessa skoðun að strax haustið 1944 náðu sjálfstæðismenn og sósíalistar sam- an, ásamt Alþýðuflokknum í fyrsta og eina sinn í ríkisstjórn (ef undan er skilin stjórn Gunnars Thoroddsens og tveggja stuðn- ingsmanna hans úr flokknum), þ.e. Ný- sköpunarstjórninni. Björn Þórðarson lét af embætti í október 1944. Eftir það sinnti hann einkum ritstörfum. Minnisstæðasta atvik frá stjórnarferli Björns var þegar hann las skeyti frá Kristjáni X. Danakonungi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þar las hann upp heillaóskir frá kon- ungi, en sleppti seinni hluta skeytisins þar sem konungur snupraði þjóðina. Skeytinu stakk Björn svo í vasann og það hef- ur ekki sést síðan, þrátt fyrir ítarlega leit. ♦♦♦ Bjöm Þórðarson (1942-1944) Sú meginregla hefur gilt við stjórnarmynd- anir að formenn stærstu stjórnarmála- flokka hafa haft forystu við myndun stjórnar- innar. Á þessu eru nokkrar undantekningar, tvær minnihlutastjórnir Alþýðuflokksins, og stjórnarmyndun Stefáns Jóhanns Stefánssonar og stjórnarmyndum Ólafs Jóhannessonar árið 1978. Stefán Jóhann Stefánsson var lögfræð- ingur að mennt. Faðir hans lést áður en Stefán fæddist og ólst hann upp með móður sinni á Dagverðareyri. Stefán lauk stúd- entsprófi árið 1918 og lögfræðiprófi fjór- um árum síðar. Hann varð sósíaldemókrati á menntaskólaárum sínum. Stefán Jóhann varð fyrst ráðherra 1939 þegar hann gegndi embætti félagsmálaráðherra. Hann var fyrstur íslendinga til að gegna embætti utan- ríkisráðherra árið 1941. Eftir að Nýsköpunarstjórnin sprakk 5. október 1946 vegna Keflavíkursamningsins tók við ein lengsta stjórnarkreppa í sögu lýðveldisins; hún stóð í tæpa fjóra mánuði. Ýmsar hugmyndir um stjórnarmyndanir voru uppi. Sósíalistar gældu við vinstri stjórn, hugmyndir um þjóðstjórn komu fram og margir óttuðust utanþingsstjórn. Loks var þó mynduð þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, sem var þeirra minnstur, en formaður flokksins veitti stjórninni forystu á meðan formenn hinna flokkanna voru utan stjórnar. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns þurfti að takast á við allar teg- undir efnahagserfiðleika, sem plagað hafa íslenskt samfélag til okkar daga. Þrátt fyrir það liggja ending- armeiri verk eftir þessa rikisstjórn en ílestar aðrar. Má þar einkum nefna tvennt. Land- grunnslögin, lög um vísindalega verndun fiskimiða, voru samþykkt á Alþingi árið 1948. Lögin byggðust á frumvarpi sem Hans G. Andersen hafði samið og var sam- þykkt lítið breytt. Allar útfærslur landhelg- innar til 1975 hafa byggst á þessari löggjöf. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns gekkst fyrir að- ild íslands að bandalaginu við stofnun þess 1949. Önnur verk Stefáns Jóhanns hafa staðið tímans tönn. Má þar nefna vinnulög- gjöfina frá 1938. Stefán Jóhann varð fyrir andstöðu ungra manna innan Alþýðuflokksins, einkum Gylt'a Þ. Gíslasonar og Hannibals Valdimars- sonar sem þótti Stefán of hægri sinnaður. Svo fór að Hannibal felldi Stefán við for- mannskjör í flokknum. Þegar Stefán lét af stjórnmálaafskiptum tók hann við embætti sendiherra íslands í Danmörku. Enda þótt lýðveldi hafi verið stofnað á íslandi árið 1944 og íslendingar sagt skiíið við Dani, þá stóð eitt mál opið. Það var handritamálið. Stefán Jóhann átti innangengt til samherja sinna meðal sósíaldemókrata í Danmörku' og gat hann þokað handritamálinu áfram á þann veg, seín báðar þjóðir gátu við unað íiieð handritaskilúm til íslands, s.em hófust árið 1971. Víst er-áð lausn handritamálsins er dæmi um vinsantlegan skilnað nýlendu og herraþjóðar þó biðin væri nokkur. «$♦ Stefán Jóhann Stefánsson (1947-1949) T 39

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.