Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 27

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 27
þeir halda áfram að starfa á markaðinum og það þýðir bara að kálið sem ég kaupi verður aðeins dýrara. Eg hef ekki gert neitt af mér en ég er sektaður. Þetta er allt á einhverjum röngum forsend- um gert og þarf að hugsa upp á nýtt. Matvörumarkaðurinn er meira og minna að frjósa saman í eina heild, Samkeppnisstofnun virðist ekki hafa áhuga á því máli sem er furðulegt og ég hef aldrei botnað í hvernig á því stendur. Þar á að vera hörkusamkeppni, það skiptir fólkið í landinu mjög miklu máli. Mér finnst menn vera á röngu róli í þessu öllu saman. Það er ekki við aðra að sakast en okkur sjálfa og þess vegna verðum við að líta í eigin barm og velta fyrir okkur hverju við þurfum að breyta þannig að þetta verði virkt. Menn hafa enda spurt; í hvaða samkeppni er Samkeppnisstofnun? Svifaseinar eftirlitsstofnanir Það er ekki vafi á því að eftir að markaðurinn varð frjáls og við- skiptaleg landamæri nánast hurfu þá eru þær stofnanir hér sem eiga að sjá til þess að lögum og reglum sé fylgt, s.s. Fjármálaeft- irlitið, Ríkislögreglustjóri, Skattrannsóknarstjóri, Skattstofa og slíkir aðilar, mjög á eftir tímanum. Þeir sem starfa á markaðinum eru afar fljótir að finna nýjar leiðir sent hið gantla kerfi veit varla út á hvað ganga. Eftirlitsaðilarnir halda bara áfrant að eltast við tuttugu og ftmm kallinn hér og þrjátíu kallinn þar hjá Jóni og Gunnu sem er mjög ósanngjarnt ef það er síðan raunin að stórar upphæðir fljóta framhjá eftirlitinu. Ekki þannig að ég vilji að menn séu að eltast við alla hluti og gefa sér fyrirfram að menn séu að fara út fyrir öll mörk. Það er samt enginn vafi að þessi tilbrigði eru til eins og í hinum stóru skattamálum, þar sem menn eru að reyna að fela þetta allt saman með tengslum sfnum við útlönd. Þeir ganga á svig við allar þær reglur sem hér gilda af því að eftir- litsstofnanirnar eru litlar og fámennar og hafa ekki náð að fylgjast eins hratt með breytingum og þeir sem starfa á markaðinum. Eng- inn vafi leikur á að í þeim efnurn þurfum við að styrkja okkur og erum reyndar byrjuð á því. Fjármálaeftirlitið er að styrkjast og það er í æ nánara samstarfi við aðrar slíkar stofnanir í löndunum í kringum okkur. Afskipti ríkisvaldsins Það er auðvitað rangt, sem hér hefur verið haldið fram, að við séum með óvenjumikil afskipti af fyrirtækjum, það er öðru nær, því við höfum gætt ntjög hófs í þeim efnum. Ylirvöld hafa rann- sakað mál nokkurra fyrirtækja og kannski gert það í sumum til- vikurn of gassalega, það má vel vera, en það er miklu oftar og harðar á þessu tekið annars staðar í veröldinni. 1 Bandaríkjunum eru menn leiddir út í handjárnum ef svo ber undir og dórnar eru oft stórir og þungir. Þegar hið nýja mál Kaupþings-Búnaðarbanka Matvörumarkaðurinn er meira og minna að frjósa saman í eina heild, Samkeppnisstofnun virðist ekki hafa óhuga á því móli sem er furðulegt og ég hef aldrei botnað í hvernig á því stendur. kont upp þá var það það fyrsta sem menn sögðu að enginn annar forsætisráðherra myndi skipta sér af slíkum málum með þeim hætti sem ég gerði. Þremur dögum seinna kom Göran Persson fram með alveg sömu sjónarmiðin í Svíþjóð og ég hafði haldið fram hér. Það var einmitt talað um að þeir sem væru farnir að starfa í Svíþjóð upplifðu allt annan anda í viðskiptalífmu, þar væri enginn svona hálfgalinn forsætisráðherra á ferðinni. Það eru auð- vitað látalæti að segja að við höldum hér fastar utan um þetta en annars staðar, það er ekki svo. Þar sem þessi ágætu aðilar eru að starfa annars staðar, teljast þeir til smáfyrirtækja og kannski þess vegna vekja þeir ekki mikla athygli. En hér á landi teljast þeir til stórfyrirtækja margir hverjir og fara ekki alveg eftir leikreglum, það er það sem maður kann ekki að meta. Ekki þeina vegna held- ur vegna þess að það hefur vond áhrif á framtíð markaðarins. Eg trúi því að lipur og lifandi markaður sé til hagsbóta fyrir mig, þó að ég sé ekki í viðskiptum, eins og fyrir allan almenning. Þannig er mér þvert um geð að þurfa að blanda mér í slíka hluti, hins vegar tel ég mér það skylt þegar einhverjir menn eru að reyna að eyðileggja það andrúmsloft sem hér hefur skapast og skemma það sent menn hafa verið að byggja upp. Þeir kunna sér ekki hóf og fara ekki eftir reglunum. Eg tala nú ekki um þegar menn eru farnir að brjóta lög. Sterkt ríkisvald á þröngu sviði Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi ekki að vera að vasast í mörgum hlutum. En þar sem það þarf að beita sé þá á það að vera sterkt og kraftmikið og sjá urn sína hluti af skörungsskap. Ríkis- vald sem er hikstandi og hikandi er öllum til bölvunar. Sarna á við um ríkisvald sem telur sig vera allt til alls. Ég vil sjá sterkt ríkisvald á þröngu sviði, þ.e.a.s. ég vil ekki hafa gerviríkisvald sem dreifist yfir allt og er engum til gagns. Ég vil til dæmis að lögreglan sé ekki að skipta sér um of af mannlífmu. Ég hef meðal annars efasemdir um að lögreglan eigi að hafa heim- ild til að stöðva bifreiðar án þess að hafa sérstakt tilefni til þess, slíkar aðgerðir bera einkenni lögregluríkis. Ökumenn verða að hafa ekið skakkt, verið ljóslausir eða eitthvað þess háttar til þess að lögreglan geti stöðvað þá. Ég vil að lögreglan sé ekki að skipta sér af málunt nema ástæða sé til en þá verða menn líka að gera það almennilega og fylgja því fast eftir og ekki gera mannamun í þeint efnum og taka bara litlu kallana alla tíð. Með sarna hætti vil ég að skattalögin séu skýr og klár, menn séu sem allra mest látnir í friði og þeim treyst en jafnframt að skattayfirvöld gefist ekki upp að eiga við þá sem geta ráðið her endurskoðenda og lögfræðinga til að verja sig og eru jafnvel svo yfirþyrmandi öflugir að stofnanirnar ráða ekkert við þá. Ég vil hafa sterkt og ábyrgt ríkisvald og hafa það á þröngu sviði. Skipta sér af því sem máli skiptir en vera ekki ofan í hvers manns koppi. 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.