Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Side 12

Vísbending - 18.12.2003, Side 12
VISBENDING Skuldum vafm fyrirtæki Tilgáta mín er sú, að það hafi valist annars konar menn til forystu í atvinnulífinu við þær aðstæður, sem ríktu fyrir árið 1980 í skattamálum og árið 1985 í vaxtamálum, heldur en síðar varð, þegar öllum var gert jafnhátt undir höfði í þessum efnum. Þær aðstæður, sem ríktu fyrir breytingamar löðuðu að atvinnulífinu menn, sem víl- uðu ekki fyrir sér að skulda upp fyrir haus, en hrintu frá sér mönnum sem hneigðust til að vera með eigið fé í rekstrinum. Þetta er mikil- vægt atriði, ef rétt er, því að við misstum þama úr langt skeið þegar vel gekk hjá öðmm þjóðum. Við héldum niðri fmmkvæði og fram- lagi stjómenda sem hefði orðið okkur til góðs. Að því er varðaði skattlagningu var ekkert hægt að finna að kerfinu eftir árið 1980, en kerfið hélt áfram um nokkurra ára skeið að ívilna þeim sem skulduðu. En eflaust guldu mörg íyrirtæki þessa rekstrarlega ávinnings á öðmm sviðum rekstrarskilyrða, svo sem með ströngu aðhaldi með verðlagn- ingu eða með gengisskráningunni. Mörg fyrirtæki vom mjög skuldum vafin, viðkvæm fyrir áföllum og í auðmýkjandi stöðu gagnvart lánastofnunum, sem að megin- hluta voru í eigu rikisins. Ríkisbankamir töldu sér ætlað að halda mörgum þessara fyrirtækja gangandi, sérstaklega skuldugum sjáv- arútvegsfyrirtækjum þar sem þau vom stoð og stytta atvinnulífsins, sérstaklega í dreifbýlinu. Gjaldþrot fyrirtækja vom reyndar fágæt. Ríkið átti það til að hlaupa undir bagga, þegar í óefni var komið, með framlagningu hlutafjár, t.d. til bjargar Slippstöðinni hf. á Akur- eyri og Álafossi hf. Eg minnist þessara ára sem stjórnarmaður í Hampiðjunni. Við áttum því láni að fagna að njóta stuðnings sístækkandi hóps áhugasamra hluthafa. Á 25 ára tímabili, sem lauk 1989, efndum við 10 sinnum til hlutafjáraukningar, fyrst og fremst vegna fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjánnunum. Lengst af var ekki liðið, að við kæmum okkur upp varaforða auðseljanlegra skuldabréfa til að mæta hugsanlegu mótlæti. Viðleitni til þess var jafnharðan svarað með skerðingu þeirrar fyrirgreiðslu sem við- skiptabanki veitti í formi afurðalána, víxlakvóta eða viðlíka fyrir- greiðslu. Öðru máli gegndi hjá okkur í Hval hf. Á allmörgum síð- ustu árum hvalveiða vorum við svo vel settir, að við áttum ekkert undir lánastofnunum og gátum óáreittir geymt laust fé í spari- skírteinum. Fæðing kauphallar Ófrjór jarðvegur S Aviðreisnarárunum var það árlegur viðburður að á samkomum framámanna í atvinnulífinu væri skorað á stjómvöld að beita sér íyrir því að stofna verðbréfakaupþing. Kannski var alvara á bak við þetta tal, þegar menn gerðu sér vonir um að þjóðfélagið yrði æ heil- brigðara. Ég minnist þess að í ársbyrjun 1969 skilaði ég stuttri álits- gerð til Seðlabankans um ákveðna þætti málsins, sem vörðuðu við- skipti með hlutabréf; hvers mætti vænta um viðbrögð af hálfu útgef- enda hlutabréfa og íjárfesta við tilvist slíks viðskiptavettvangs og hverju þyrfti helst að breyta í hinni efnahagslegu lagaumgjörð. Á sama tíma vann Þórður Eyjólfsson, fyrrverandi hæstaréttardómari að álitsgerð um hugsanlegar lagfæringar á lögum um hlutafélög. Við blasti, að hlutabréf fóru mjög halloka fyrir öðrum íjárfestingarkostum einstaklinga um ávöxtun og seljanleika, sér í lagi spariskírteinum, en jafnvel líka húsnæði. Til þess að hlutabréf yrðu gimileg, þyrftu að baki þeim að vera stór, öflug og arðsöm fyrirtæki, sem væm hvött til að greiða vænan hluta hagnaðar út í arð. Bent var á þá möguleika að undanþiggja arðtekjur manna tekjuskatti á svipaðan hátt og gilti um vaxtatekjur; að arður sem fyrirtæki úthlutaði yrði í ríkari mæli en áður frádráttarbær frá skattskyldum tekjum; að afnumdar yrðu skattalegar hindranir gegn því, að fyrirtæki stækkuðu með sameiningu og reynt yrði að ráða nokkra bót á skaðlegum áhrifum verðbólgu á tekjuskatt- stofn fyrirtækja. Það fór í gang vinna við endurskoðun skattalaga m.a. með þessi atriði í huga, sem skilaði vissum árangri. En það var hæg- ara sagt en gert, að einhver fyrirtæki yrðu stór, burðug og arðsöm. Sú hugsjón hefur trúlega ekki átt nógu miklu fylgi að fagna. Það var ekki kominn jarðvegur fyrir stofnun eins og verðbréfakaupþing. Og hag- kerfið átti eftir að spillast. Ég ætla að það sem ég hef sagt og fullyrt um þróun efnahagsmála á næsta einum og hálfúm áratug eftir fráfall viðreisnarstjómarinnar dugi til að útskýra, að lítill sem enginn grundvöllur var til stofnunar hlutabréfakaupþings á þeim tíma. Það má segja, að gætt hafi gagn- kvæms áhugaleysis útgefenda og fjárfesta. Utgefendur áttuðu sig á, að þeir gætu ekki boðið ljárfestum sómasamleg kjör, og vom því hik- andi í að falbjóða þeim hluti í félögum sínum. Það er athyglisvert í Ijósi þess, sem síðar átti eftir að gerast, að varla er unnt að nefna eitt einasta félag í höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sem þá var, sjávarútveg- inum, sem falaðist af alvöru eftir þátttöku almennings. Og ef ekki var til þess að hafa vinnu við eða veita forystu í viðkomandi fyrirtæki, höfðu einstaklingar ekki ástæðu til að festa fé í hlutabréfum fyrirtæk- is, nema sérstakar ástæður væm fyrir hendi, svo sem hugsjónir, greiðasemi eða trú á hæfi forystumanna íyrirtækis til að ná framúr- skarandi árangri. Hlutabréfaviðskipti og hluthafamenning Segja má, að hlutabréfamarkaður hafi verið til hér á landi frá því hér varð fyrst til almennilegt hlutafélag og það ætla ég, að hafi verið fyrir um það bil einni öld. fslandsbankinn fyrri sker sig alger- lega úr um það að hafa verið eina fyrirtækið til að fá hlutabréf sín meðhöndluð á verðbréfaþingi - í Kaupmannahöfn - þangað til efnt var til stofnunar Verðbréfaþings Islands árið 1986. Fram til ársins 1985 er óhætt að segja, að viðskipti á svokölluðum eftirmarkaði hafi verið mjög fátíð. Það vissu það allir skynsamir menn, að ef þeir eign- uðust hlutabréf, gætu þeir átt í erfiðleikum með að selja það, jafnvel þótt í hlut ætti vel þekkt félag með fjölmennan hóp hluthafa að bak- hjarli. Þar reyndi ekki aðeins á ákvæði í samþykktum félagsins um forkaupsrétt stjómar og þáverandi hluthafa, sem gat valdið töf, fyrir- höfn og kostnaði við sölu bréfsins, heldur líka á vel leikinn fyrirslátt um bága stöðu félagsins. Mér finnst það vera feimnismál að rifja upp reynslu mína af samskiptum við virðulegt „almenningshlutafélag“ þeirra tíma, þegar ég þurfti sem ungur maður af brýnum ástæðum að koma hlutabréfum mínum í því í verð. En ég get nefnt undantekn- ingu! Áður en viðskipti með hlutabréf Hampiðjunnar hófust á vísi að skipulegum markaði lýstum við forráðamenn Hampiðjunnar okkur reiðubúna fyrir hönd félagsins að kaupa hlutabréf af einstökum hlut- höfum á verði, sem réðist bæði af gengi við síðustu hlutaQáraukn- ingu og því gengi, sem við reiknuðum með að yrði sett upp við næstu útgáfu hlutafjár. Þau hlutabréf, sem félagið eignaðist með þessurn hætti, voru svo höfð með í næsta útboði hlutafjár. Þessa þjónustu kunnu hluthafar vel að meta. Árið 1984 gerast merkileg tíðindi í sögu tslensks hlutabréfamark- aðar. Vaxtamálin voru þá að þokast í rétta átt. Ferskir vindar blása í nágrannalöndunum. Þar eru hlutabréfamarkaðir að eflast. Stjómvöld átta sig á, að eitthvað meiriháttar bjátar á og fara að athuga, hvort ekki sé hægt að örva almenning til þátttöku í atvinnulífmu. Þá var fundið upp á því, árið 1984, að setja lög um frádrátt frá skattskyld- um tekjum við kaup á hlutabréfum, þannig að fólk gat lækkað tekju- skatt sinn með kaupum á hlutabréfum. Þetta sló í gegn og hafði þeg- ar frá upphafi mikil áhrif á áhuga fólks á að kaupa hlutabréf og örv- 12

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.